Í drögum að nýjum umferðarlögum á Íslandi eru ýmis ákvæði sem bjóða upp á svipaðar rangtúlkanir og því hefur LHM mótmælt. Því miður með litlum árangri enn sem komið er, en sjáum til. Kíkið hér á athugasemdir LHM við drögin.
Þessi frétt fjallar um konu sem hjólaði í sakleysi sínu á hjólarein þegar ökumaður bifreiðar á næstu akrein ákvað skyndilega að beygja til hægri, gætti ekki að umferð á hjólareininni og af hlaust slys. Ótrúlegt en satt var hjólreiðamaðurinn sem slasaðist dæmdur í órétti þar sem merkingar hjólareinarinnar yfir gatnamótin þóttu ekki í samræmi við ákvæði sem skyldaði bílstjóra til að víkja fyrir hjólandi umferð á hjólareininni. {jathumbnail off}
Í drögum að nýjum umferðarlögum á Íslandi eru ýmis ákvæði sem bjóða upp á svipaðar rangtúlkanir og því hefur LHM mótmælt. Því miður með litlum árangri enn sem komið er, en sjáum til. Kíkið hér á athugasemdir LHM við drögin.