Af högum hjólreiðamanna, lokaverkefni frá HÍ

RekkahjolAf högum hjólreiðamanna, heitir lokaverkefni frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands frá árinu 2010. Höfundurinn er Davíð Arnar Stefánsson. Ritgerðina má finna á Skemmunni en Skemman er rafrænt gagnasafn með lokaritgerðir.

 

Hann segir í útdrætti eftirfarandi:

Á liðnum áratugum hefur áhersla verið lögð á að greiða götu einkabílsins umfram aðra kosti í samgöngum. Hin síðari ár hafa hins vegar vaknað spurningar um aðrar leiðir og hafa hjólreiðar verið nefndar í því sambandi. Hér eru kynntar niðurstöður rannsóknar á hugmyndum hjólreiðamanna um umhverfi sitt og aðstæður. Rannsóknin er byggð á viðtölum við hjólreiðamenn sem hjóla daglega og einnig þá sem hjóla stöku sinnum. Jafnframt var rætt við sérfræðinga í málefnum hjólreiðamanna til að fá dýpri skilning á helstu hagsmunamálum hinna síðarnefndu. Almennt voru hjólreiðamenn jákvæðir í garð annarra vegfarenda en finna helst að aðstöðuleysi fyrir hjólandi á höfuðborgarsvæðinu. Hraði og mengun er það sem flestir hjólreiðamenn forðast á götum úti og þeir sækja helst á þar til gerða hjólastíga, hjólavísa og hjólareinar. Verkefninu lýkur á vangaveltum um borgarskipulag og framtíðarmöguleika reiðhjóla sem samgöngutækja.

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.