Ákafur hjólreiðabaráttumaður í völuspá DV

volvublad_dvEf völuspá DV fyrir árið 2011 nær fram að ganga mun Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi segja sig úr Sjálfstæðisflokknum, tekur að starfa sjálfstætt í borgarstjórn Reykjavíkur og mun berjast ákaflega fyrir málefnum hjólreiðamanna.

Það þarf nú kannski enga völvu til spá því að Gísli Marteinn haldi áfram ötulli baráttu sinni fyrir málefnum hjólreiðamanna sama hvar í flokki hann stendur, ötulli talsmaður meðal stjórnmálamanna er vandfundinn, en hér er frétt DV.is um málið.

GMB-mbl.is

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.