13% borgarbúa vilja stuðning við bíllausan lífstíl

picture-351Þetta kemur fram í pistli eftir Gísla Martein í Fréttablaðinu  21/12 2010 sem má einnig lesa á blogginu hans.

Capacent spurði borgarbúa í október síðastliðnum hvaða þjónustu Reykjavíkurborg þyrfti helst að bæta. Það einstaka atriði sem flestir Reykvíkingar nefndu var að það þyrfti að bæta almenningssamgöngur, tæp 16%.
Ég hef ekki séð neina umfjöllun um þessar merkilegu niðurstöður. Meira en þúsund Reykvíkingar voru í úrtakinu og 77% svöruðu. Númer tvö á listanum yfir þjónustu sem Reykjavíkurborg þyrfti helst að bæta var þjónusta við eldri borgara. Númer þrjú var svo: „Göngu-/hjólastígar/stuðningur við bíllausan lífsstíl“. Tæp 13% nefndu að það væri sú þjónusta sem helst þyrfti að bæta.

 


Færslan á bloggi Gísla Marteins er hér.

GMB-mbl.is