Á heimasíðu Vegagerðarinnar er nú að finna áfangaskýrsluna "Skipulag á höfuðborgarsvæðinu - sjálfbær þróun í samgöngum". Skýrslan er unnin af þeim Hörpu Stefánsdóttir og Hildigunni Haraldsdóttir arkitektum faí.
Skýrsla þessi er annar hluti rannsóknarverkefnisins “Skipulag á höfuðborgarsvæðinu, sjálfbær þróun í samgöngum” sem styrkt er af Vegagerðinni og er unnin af teiknistofunum Arkitektúra og Hús og skipulag. Hún fjallar um samgöngur hjólreiðamanna og gangandi vegfarenda, en vorið 2010 birtist fyrsti hluti í skýrslu þar sem fjallað er um almenningssamgöngur. Verkefni þetta er hluti verkefnisins Betri borgarbragur, sem er rannsóknarverkefni um sjálfbærni í skipulagi. Það verkefni hlaut öndvegisstyrk frá tækniþróunarsjóði (RANNÍS) og að því standa Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskóli Íslands og arkitektastofurnar Gláma-Kím, Tröð, Kanon, Ask, Hús og skipulag og Arkitektúra.