Þróun reiðhjólsins, lokaverkefni úr Listaháskóla Íslands

2011-kansi-3twentyÞróun reiðhjólsins : hverning samanbrjótanleg hjól gætu orðið liður í samgöngubótum og orkusparnaði, heitir lokaverkefni frá Hönnunar og arkítekturdeild Listaháskóla Íslands. Höfundurinn er Steinþór Hannes Gissurarson.

Í henni gerir hann grein fyrir sögu og þróun reiðhjólsins, uppbyggingu þess og notkun og efnum sem notuð eru til reiðhjólasmíði. Í ritgerðinni er samantekt um mismunandi gerðir reiðhjóla með myndum. Hann fjallar um samanbrjótanleg reiðhjól og telur þau áhugaverð sem þátt í umferðarbótum og til að minnka mengun í borgum og um leið heilsubætandi. Þau geti orðið hluti af almenningssamgöngum. Líklegt er að enn frekari sérhæfing verði í mismunandi gerðum reiðhjóla eftir notkunarsviði.

Ritgerðina má finna á Skemmunni. Skemman er rafrænt gagnasafn Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Bifröst, Háskólans í Reykjavík, Landbúnaðarháskóla Íslands, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Listaháskóla Íslands. Í safninu eru einkum geymd lokaverkefni nemenda en einnig rannsóknarrit kennara og fræðimanna.

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.