Bensínverðið ýtir undir hjólreiðar - mbl.is

moggiANNRÍKI hefur verið í reiðhjólaverslunum síðustu daga því margir hugsa sér til hreyfings í tilefni átaksins Hjólað í vinnuna sem Íþróttasamband Íslands stendur fyrir og hefst í dag. "Reiðhjólafólki fjölgar alltaf á vorin og verkefni þar sem fólk er til dæmis hvatt til að hjóla í vinnuna hafa áhrif. Þetta er bæði góð líkamsrækt og skapar sömuleiðis samkennd á vinnustöðum. Hitt er líka staðreynd að mikil hækkun bensínverðs að undanförnu hefur orðið til þess að sífellt fleiri nýta sér reiðhjólið. Fólk notar einkabílinn minna," sagði Jón Pétur Jónsson, kaupmaður í reiðhjólaversluninni Erninum, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Í Erninum er dagurinn fyrir sumardaginn fyrsta jafnan mesti annadagur ársins. Þá flykkjast foreldrar þangað með börn sem vilja hjól fyrir sumarið. Foreldrarnir sjálfir koma svo gjarnan nokkrum dögum síðar og þurfa nýtt hjól eða viðgerð á því gamla, þegar kemur í ljós að keðjan er ryðguð eða dekkin loftlaus, svo eitthvað sé nefnt.

Áhugi almennings á hjólreiðum fer sívaxandi en er nú með öðrum svip en var, segir Guðmundur Tómasson, kaupmaður í Hvelli í Kópavogi. Fólk lætur meira gera við eldri hjól eða kaupir ódýrari gerðir en var. "Hjá fjölmörgum eru hjólreiðar lífsstíll," segir Guðmundur Tómasson. 

Morgunblaðið, baksíða, 5. maí 2010

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.