Í Erninum er dagurinn fyrir sumardaginn fyrsta jafnan mesti annadagur ársins. Þá flykkjast foreldrar þangað með börn sem vilja hjól fyrir sumarið. Foreldrarnir sjálfir koma svo gjarnan nokkrum dögum síðar og þurfa nýtt hjól eða viðgerð á því gamla, þegar kemur í ljós að keðjan er ryðguð eða dekkin loftlaus, svo eitthvað sé nefnt.
Áhugi almennings á hjólreiðum fer sívaxandi en er nú með öðrum svip en var, segir Guðmundur Tómasson, kaupmaður í Hvelli í Kópavogi. Fólk lætur meira gera við eldri hjól eða kaupir ódýrari gerðir en var. "Hjá fjölmörgum eru hjólreiðar lífsstíll," segir Guðmundur Tómasson.
Morgunblaðið, baksíða, 5. maí 2010