Nýr göngustígur í Garðahrauni

GardahraunsstigurNýlagður göngustígur í Garðahrauni opnar leið fólks uppí Urriðaholt, þar með talið í Kauptúnið og í Heiðmörkina. Göngustígurinn er malbikaður og með lýsingu.

Stígurinn liggur þvert á Atvinnubótastíginn svokallaða, sem er ein af söguminjum í Garðabæ. Til að hlífa Atvinnubótastígnum var byggður yfir hann timburpallur eða brú. Pallurinn er breiðari en nýi göngustígurinn og á honum er bekkur. Þannig getur hann nýst sem áningarstaður en frá honum er útsýni til Nónvörðurnar í Garðahrauni og til byggðarinnar á Flötum.

Lagður í atvinnubótavinnu árið 1918

Atvinnubótastígurinn er um 8 metrar á breidd, með vönduðum hleðslum yfir hraungjótur. Varðveist hafa af honum um 420 lengdarmetrar í Garðahrauni en upphaflega átti hann að liggja frá Suðurlandsbraut í Reykjavík að Lækjargötu í Hafnarfirði. Vinna við stíginn hófst 1. febrúar 1918 en haustið áður ákvað ríkisstjórnin að veita sveitastjórnum dýrtíðarlán til að ráðast í framkvæmdir svo að hægt væri að ráða atvinnulausa fjölskyldumenn í vinnu. Vegurinn átti að vera 7 metra breiður þannig að hægt væri að leggja járnbrautarteina á eystri hluta hans en vestari hlutinn var ætlaður almennri umferð ökutækja og reiðmanna. Vegurinn var aldrei kláraður enda tóku önnur verkefni við þegar atvinnulífið tók aftur að glæðast.

Saga Atvinnubótastígsins er rakin á vef Hraunavina.

Bruin

Timburpallurinn/brúin sem liggur yfir Atvinnubótastíginn.


Uppruni: Frétt birt á vef Garðabæjar 30.11.2011.

 

Með þessum stíg batnar leiðin í IKEA og aðrar verslanir í Kauptúni í Garðabæ og að Náttúrufræðistofnun í Urriðaholti. Þá er hægt að komast eftir þessari leið upp í Heiðmörk.

Á þessari loftmynd á Já.is sést Hafnarfjarðarhraunið sem stígurinn liggur um en ekki er búið að teikna nýja stíginn á hann. Hann liggur frá göngustígnum í gegnum hraunið að brúnni yfir Reykjanesbraut.

{jathumbnail off}

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.