Hlutfallið er í sjálfu sér ekki hátt en hafa verður í huga að talningarstaðirnir eru einkum við umferðaræðar og bílagötur. Björg Helgadóttir, verkefnisstjóri samgönguskrifstofu á umhverfis- og samgöngusviði, segir að hjólreiðamönnum hafi augljóslega fjölgað mjög frá árinu 2009, þegar þessar talningar hófust. Alltaf er talið á sama tíma, í lok september eða byrjun október, frá kl. 7 til 19 að kvöldi.
Hlutfallið er afar misjafnt eftir götum. Við Faxagötu sem liggur að Hörpu var tiltölulega lítil bílaumferð á þessum tíma og þar voru bílarnir 231 en hjólin 182. Um Skothúsveg fóru 3.636 bílar en 203 fóru hjólandi. Neðst í Suðurhlíð fóru aðeins 222 bílar en 655 hjól.
Fleiri reiðhjól í Reykjavík
- Details
- Morgunblaðið
Nýleg könnun í Reykjavík sýnir aukinn fjölda hjólreiðamanna í umferðinni
Borgin taldi yfir 3.500 hjól í haust
Borgin taldi yfir 3.500 hjól í haust
Talning á bílum og hjólum í umferðinni í Reykjavík í haust leiddi í ljós að hlutfall þeirra sem ferðast á reiðhjólum í stað bíla hefur meira en tvöfaldast, eða farið úr 0,49% í 1,26%, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu umhverfis- og samgöngusviðs. Árið 2009 voru talin 1.432 hjól en 3.561 árið 2011.
Nýtt frá LHM
Skoðið þetta
Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.