Gengið og hjólað í skólann

Þessa dagana stendur yfir í nokkrum grunnskólum átak til aukinnar hreyfingar, s.s. Gengið í skólann  og Hjólað í skólann. Yfir 90% nemenda og starfsfólks í Fossvogsskóla notar vistvænan ferðamáta.  

Löng hefð er fyrir því í Fossvogsskóla að hvetja nemendur að koma gangandi eða hjólandi í skólann enda er skólahverfið nokkuð afmarkað og auðvelt að ferðast um Fossvogsdal á hjólhestum. Á haustin og vorin hefur verið sérstök hjólavika í frímínútum og er þá hjólað um dalinn. Nú í september er Göngum í skólann verkefnið á fullu þar eins og í Ártúnsskóla, sem einnig er í vel afmörkuðu hverfi með greiðan aðgang að Elliðaárdalnum.

Í Fossvogsskóla eru nemendur og starfsfólk hvattir til að hjóla eða ganga í skólann og hafa vel yfir 90% þeirra orðið við því kalli.  Á skólalóðinni eru hjólagrindur fyrir um 160 reiðhjól og á góðum degi eru yfir 200 hjól á lóðinni á skólatíma.

Á miðvikudagsmorgnum er svokallað Hjólarí  í Fossvogsskóla  en Sesselja Traustadóttir hjólagúrú kennir nemendum í 6. og 7. bekk hvernig á að laga hjól, s.s. smyrja, gera við sprungin dekk, bilaða gíra og lausar keðjur. Í útikennslu fara nemendur svo með kennurum gangandi eða hjólandi um nágrenni skólans eða jafnvel lengri ferðir. Áhersla er lögð á að nemendur noti hjálma og er rekinn stöðugur áróður fyrir notkun þeirra. Með samstilltu átaki skólans og foreldra hefur því tekist að skapa hjólamenningu í skólahverfi Fossvogsskóla og er ástæða til að gleðjast yfir því.

Þess má geta að hjólastígur liggur í gegnum Fossvoginn og er hann mikið notaður af hjólreiðafólki.   

Uppruni: http://reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-757/521_read-33021

hjalmar_mid

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.