Lea Karen fær þríhjól

Eftir að hafa heimsótt vinkonu sína, Leu Karen, á leikskólann Stekkjarás, fékk Brynja Brynleifsdóttir, ráðgjafi hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöðinni, þá hugmynd að hægt væri að setja saman tvö þríhjól og gera þau þannig úr garði að barn sem er sjónskert eða blint gæti setið á aftara hjólinu en sjáandi barn á því fremra. Þannig þyrfti Lea Karen ekki að vera háð starfsmönnum leikskólans þegar hún vildi fara út að hjóla heldur gæti brunað um skólalóðina með vinum sínum.

Brynja hringdi í reiðhjólaverslunina Örninn og talaði við Jón Þór Skaftason verslunarstjóra, sem tók vel í hugmyndina og leit á þetta sem spennandi áskorun. Átta vikum seinna er hjólið komið á leikskólann, Leu Karenu til mikillar gleði. Þeir félagar frá Erninum, Jón Þór og Kjartan Reynir eiga heiðurinn að því að hanna og setja hjólið saman. Starfsfólk Málningarvara aðstoðaði við að finna réttu litina og bóna og massa hjólið og Áliðjan smíðaði búnaðinn. Allir sem komu að gerð þessa búnaðar gáfu sína vinnu og er það til fyrirmyndar. Útkoman úr þessari frábæru samvinnu er að lítil stúlka á uppleið getur hjólað um skólalóðina með leikfélögum sínum.

Uppruni: Facebook - Blindrafélagið samtök blindra og sjónskertra