Fyrsti keppandi í karlaflokki 21 km hlaupsins var Akureyringurinn Sævar Helgason sem lauk keppni með góðu forskoti en hann lauk keppni á tímanum 01:28:02. Næstur á eftir honum var Bjarni Pétursson á tímanum 01:37:14. Þriðji í mark í 21 km hlaupinu var svo Ómar Hólm frá Ísafirði á tímanum 01:44:30. Í flokki kvenna í 21 km var Jóhanna Ósk Halldórsdóttir á tímanum 01:53:47. Fast á hæla henni kom Gígja Magnúsdóttir á tímanum 01:54:49 og þar á eftir í þriðja sæti Elín Bergmundsdóttir á tímanum 01:55:15.
Keppni í 10 km hlaupinu var ekki síður spennandi en þar kom fyrst í mark allra keppenda Martha Ernstdóttir á tímanum 00:38:20. Aðeins 5 sekúndum síðar kom Kjartan Ólafsson í mark á tímanum 00:38:35. Annar í mark í karla flokkinn var bróðir Kjartans, Davíð Ólafsson á tímanum 00:40:10 og í þriðja sæti var Gunnar Atli Fríðuson á tímanum 00:41:29. Í öðru sæti kvenna var Brynja D.G. Briem á tímanum 00:43:26 og í þriðja sæti Sonja Sif Jóhannsdóttir á tímanum 43:30.
Uppruni: bb.is | 20.07.2013 | http://bb.is/Pages/26?NewsID=182915