Á þriðja tug Ísfirðinga eru skráðir í maraþonið og margir hverjir hlaupa til styrktar góðu málefni. Sem dæmi má nefna að Martha Ernstsdóttir hleypur einnig hálfmaraþon til styrktar íslenskum samtökum í Afríku ríkinu Togo sem heita: Sól í Tógo en þau eru að safna fyrir barnaheimili í Togo. „Mig langar til að leggja mitt af mörkum og þetta er mjög gott málefni,“ segir Martha. Halldóra Karlsdóttir hleyptur til styrktar meðferðarheimilinu í Krýsuvík. Hún segist vilja leggja sitt af mörkum til að efla það góða starf sem unnið er á Krýsuvík til að hjálpa ungu fólki að öðlast von um eðlilegt líf án fíkniefna.
Áhugasömum er bent á að hægt er að heita á Ísfirðinga, og aðra sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, upphæð að eigin vali í gegnum vefinn hlaupastyrkur.is. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.