Málþing Skipulagsfræðingafélags Íslands

Skipulagsfræðingafélag Íslands í samstarfi við innanríkisráðuneyti og Vegagerðina hélt málþing fimmtudaginn 22.mars sem bar yfirskriftina Snúast samgöngur aðeins um kostnað? 

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra setti málþingið og flutti ávarp. Tilgangur málþingsins var að fjalla um samspil skipulags og áhrif þess á samgöngukerfið og raunar allt samfélagið, svo sem byggðaþróun, borgarmynstur búsetu, umhverfismál og fleira. Sérfræðingar á sviði skipulags, arkitektúrs, fjármála og samgöngumála fjölluðu um þá ólíku þætti sem liggja til grundvallar þegar skipulag og samgöngur eru annars vegar.

Sagt er frá málþinginu á vef Skipulagsfræðingafélagsins. Þar eru líka glærur úr fyrirlestrum fyrirlesara.

Fulltrúar LHM sátu málþingið sem var hið áhugaverðasta. Erindin bæði fróðleg og skemmtileg.

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.