Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra setti málþingið og flutti ávarp. Tilgangur málþingsins var að fjalla um samspil skipulags og áhrif þess á samgöngukerfið og raunar allt samfélagið, svo sem byggðaþróun, borgarmynstur búsetu, umhverfismál og fleira. Sérfræðingar á sviði skipulags, arkitektúrs, fjármála og samgöngumála fjölluðu um þá ólíku þætti sem liggja til grundvallar þegar skipulag og samgöngur eru annars vegar.
Sagt er frá málþinginu á vef Skipulagsfræðingafélagsins. Þar eru líka glærur úr fyrirlestrum fyrirlesara.
Fulltrúar LHM sátu málþingið sem var hið áhugaverðasta. Erindin bæði fróðleg og skemmtileg.