Borgarhjól / Almenningshjól í Ósló og viðar

Í morgunútvarpinu 3. júni var lesinn pistill Gísla Kristjánssonar með frásögn og hugleiðingum hans um reiðhjól til afnota fyrir almenningi í ymsum borgum, þar á meðal Ósló.  Það er ágætt að sjá og heyra umfjöllun um þessar lausnir sem eru að vaxa mjög í vinsældum síðastliðin misseri.  Fyrir þá sem vilja virkilega kynna sér málefninu mælum við með að kíkja á The Bike-sharing blog , og líka gjarnan að hafa samband við stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna.

Borgarhjól

Dofri Hermannsson hefur lagt til í borgarstjórn í Reykjavík að borgin komi sér upp safni reiðhjóla til frjálsra afnota fyrir íbúana. Þetta er hugmynd sem reynd hefur verið í ýmsum útgáfum víða um heim og í sumum tilvikum reynst vel en ekki alltaf. Í Ósló hafa borgarhjól staðið frændum okkar til boða síðustu árin og njóta vinsælda.

                                                    ***
Það er þetta með að koma upp safni reiðhjóla til frjálsra afnota fyrir borgarbúa. Núna hefur hugmyndinni enn einu sinni verið varpað fram í borgastjórn við Tjörnina í Reykjavík - og þessi hugmynd hefur verið reynd í ýmsum útgáfum í ýmsum borgum heims. Markmiðið er að draga úr bílaumferð, minnka mengun og miðborgarhávaða og hvetja fólk heldur til að hjóla en að láta bíla flytja sig.

Upphaflega gekk þessi hugmynd út á að hjólin væru til frjálsra afnota.
Áhugasamir gætu tekið borgarhjól þar sem það stæði ónotað hjólað sína leið og skilið hjólið eftir. Síðan tæki næsti hjólagarpur við og hjólaði á sinn áfangastað. Þannig gæti fólk gripið til faraskjóta hér og þar um borgina og komist leiðar sinnar án þess að sitja fast í umferðarteppu.

Þessi aðferð hefur þó aldrei gengið eins og vonir hafa staðið til. Það er búið að reyna þetta í nokkrum borgun og bæjum - ég þekki til að þetta var gert í Þrándheimi fyrir um áratug - en gekk ekki. Vandinn er að ekki eru allir heiðarlegir sem fara um göturnar. Hólunum var stolið eða þau beinlínis eyðilögð af einskærri skemmdarfýsn. Þá átti fólk til að kasta hjólunum frá sér úti í móum og hirða ekki um þau meira.

Það var farið með hjólin eins og enginn ætti þau. Samábyrgðin á sameigninni reyndist grátlega lítil.

Þá var að finna upp betra kerfi. Eitt var að hafa skilagjald rétt eins og á innkaupakerrum í verslunum. Fólk setti pening í lás og þá losnaði hjól til frírra afnota úr keðju. Síðan var hægt að skila hjólinu aftur á annað stæði og fá peninginn til baka. Þetta var til dæmis reynt í Vínarborg. Borgin keypti 800 reiðhjól og innan fárra vikna var búið að stela þeim öllum. Fólki fannst sem það fengi hjól fyrir lítið ef það kostaði bara eins smámynt.

Þá var að reyna enn á ný að finna upp kerfi þar sem hjólin héldust á götunum, kerfi sem sýndi að borgarbúar byggju yfir lágmarks sómatilfinningu og skiluðu hjólunum eftir notkun. Ráðið var að gera hvern notanda persónulega ábyrgan fyrir hjólinu sem hann fékk lánað. Og þetta dugar.

Núna er búið að koma svona áskrftarhjólum upp í mörgum borgum heims og virkar ágætlega. Hér í Osló hafa þessi borgarhjól sett svip sinn á staðinn síðustu fimm árin. Hjólin hérna eru 1500 að tölu og hjólaútgerðin segist ekki anna eftirspurn. Það er þörf fyrir 1500 hjól til viðbótar.

Hjólunum er komið fyrir á stæðum víðsvegar um borgina. Til að fá hjól þarf reiðmaðurinn að láta skrá sig með nafni og réttu heimilisfangi. Að því loknu fær hann sérstakt kort gegn skilagjaldi. Gjaldið er um 2000 íslenskrar krónur. Síðan setur hann kortið í sjálfsala og fær hjól til afnota í þrjá klukkutíma. Þá verður að skila hjólinu aftur á stæði. Verði þrisvar misbrestur á því fellur kortið úr gildi.

Það er tiltekið fyrirtæki sem á hjólin og fjármagnar útgerðina með sölu auglýsinga. Þeir sem ekki skila hjóli og stela því hafa brotið skilmálana og geta átt lögsókn yfir höfði sér. Þetta þýðir að engum hjólum er stolið. Þau eru notuð af fólk sem þarf á hjólunum að halda og eru mjög vinsæl - bæði til að bruna í bæinn á og til að skjótast á milli staða í miðbænum í sumarblíðunni. Á vetrum er hjólunum lagt vegna snjóa.

Morgunvaktin 3. júní 2009

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.