Umferðarráð minnir einnig á reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla þar sem fram kemur að reiðhjól skuli búin ljósi að framan og að aftan auk glitmerkja, ef þau eru notuð í myrkri eða skertu skyggni.
Umferðarráð beinir þeim tilmælum til ökumanna að aka ávallt eftir aðstæðum og huga sérstaklega að gangandi og hjólandi vegfarendum í myrkri.
Umferðarráð hvetur jafnframt menntastofnanir barna og ungmenna, gangandi vegfarendur, reiðhjólamenn og hestamenn til að leggjast á eitt með Umferðarráði, Umferðarstofu og lögreglu til þess að koma þessum málum til betra horfs svo bæta megi umferðaröryggi allra vegfarenda.