Hvassar steinflísar sprengja hjóladekk í Rvk.

0124_1652_06_1

Nú þegar bensínverð er orðið svo hátt sem raun ber vitni, er ein leið Frónbúa til að spara aurinn í fjárútlátum heimilisins, að nota einkabílinn minna en fara þess í stað um á reiðhjóli.

Það er bæði heilsusamlegt og hressandi að hjóla á milli staða og ekki þarf að kaupa bensín á hjólafákinn. En vönduð dekk geta verið dýr og því er margt reiðhjólafólkið orðið langþreytt á hvössum steinflísum sem eru í sandi þeim sem borinn er á hjólreiða- og göngustíga vegna hálku.

Þessar flísar bora sér leið inn í dekkin og sprengja þau. Hjólreiðafólk tók fyrst eftir þessum steinflísum fyrir um þremur árum.

Morgunblaðið: 2.2.2010

Sjá nánar um málið í Morgunblaðinu og á vef HFR þaðan sem fréttin er upprunin.

Mynd: Albert Jakobsson

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.