Undanfarin tvö sumur hefur Pósthússtræti verið lokað fyrir bílaumferð á góðviðrisdögum en það er liður í Grænu skrefunum í Reykjavík að bæta aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Þetta hefur mælst vel fyrir á meðal vegfarenda og veitingahúsaeigenda við Austurvöll enda skapast um leið betri aðstaða fyrir borgarbúa til að njóta sumarsins í miðborginni. „Veitingahúsaeigendurnir eru farnir að óska eftir því að götunni sé lokað fyrir bílaumferð og tengja auknar vinsældir Austurvallar við lokunina“ segir Pálmi Freyr Randversson hjá Umhverfis- og samgöngusviði.
Jón Gnarr borgarstjóri hyggst nýta tækifærið og rölta um nýju göngugöturnar um þrjúleytið í dag. Þá ætla Listhópar Hins hússins að troða þar upp á milli kl. 12.00-14.00 og Betristofa borgarinnar stendur einnig fyrir uppákomum.
Þar sem ekki verður hægt að leggja í bílastæði við þessar götur er ökumönnum bent á að meðal annars er hægt að leggja bílum í nærliggjandi bílastæðahúsum við Vesturgötu 7, í Kolaporti að Kalkofnsvegi 1, í kjallara Ráðhússins við Tjarnargötu og Traðarkoti við Hverfisgötu 20. Þá eru einnig bílastæði á Geirsgötuplaninu við Hafnarstræti.
Áfram verður opið fyrir gegnumakstur um Pósthússtræti frá kl. 08.00-11.00 á virkum dögum, einkum fyrir vöruafgreiðslu.
Tenglar:
Kort af gönguvænni miðborg
Ljósmynd í góðri netlausn
Dagskrá Listhópa Hins hússins
Frétt af vef Reykjavíkurborgar:
http://www.rvk.is/DesktopDefault.aspx/tabid-259/1198_read-22254/