Stæði verður grænt svæði

copy_of_graent_svaedi021 

Grasbalinn sem settur var upp tímabundið á Lækjartorgi á síðasta ári hefur nú lokið hlutverki sínu og hyggst borgin sá næstu grænu fræjum á Hverfisgötunni. Tvö stæði við Hverfisgötu 42 verða tyrfð í lok þessarar viku og um leið helguð fólki en ekki bílum.

Þetta er á meðal ýmissa verkefna sem unnið er að á vegum borgarinnar í sumar til að virkja opin rými og vekja borgarbúa til umhugsunar um hvernig þeir geta notað þau. Stæðin tvö við Hverfisgötu eru staðsett hjá Kling og bang galleríi sem hyggst stökkva á tækifærið og nýta grænu svæðin í tengslum við uppákomur á laugardaginn 10. júlí.

 

Annað sem er á döfinni á næstunni er að Austurstræti, Pósthússtræti og hluti Hafnarstrætis verða eingöngu opin gangandi og hjólandi vegfarendum í sumar og verður það kynnt fljótlega. „Borgaryfirvöld vilja með þessu styðja vistvænan ferðamáta og glæða miðborgina enn frekara lífi,“ segir Karl Sigurðsson formaður umhverfis- og samgönguráðs og að borgarstjóri velti ennfremur fyrir sér hvað muni leysa grasbalann á Lækjartorgi af hólmi til að lífga upp á miðbæinn.

Tenglar:

Kort Lækjartorg Hverfisgata

Ljósmynd í góðri netlausn

Kling og bang – Garðveisla 10.júní

 


Frétt af vef Reykjavíkurborgar

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.