Hann segir að upplýsingarnar séu til í tölvukerfum borgarinnar og ekki þurfi langan tíma til að búa til umrædda vefsjá.
Gísli Marteinn segir að einföld útgáfa af svona kerfi sé þegar í notkun á höfuðborgarsvæðinu fyrir strætisvagna á vef Strætó. Þá segir hann að í erlendum borgum, svo sem Seattle, sýni forritið ekki aðeins leiðina heldur einnig hversu flöt eða hæðótt hún er.
Frétt af mbl.is
Gísli Marteinn Baldursson fjallar einnig um þetta á blogginu sínu, og umfjöllun var einnig á visir.is.
Ævar Arnfjörð Bjarmason bendir á að hjólavefsjá fyrir Reykjavík sé þegar til og ekki nema dagsverk að bæta hana.
Hjólavefsjá fyrir Reykjavík er þegar til, en má bæta
Í dag lögðu fulltrúar D-listans í Reykjavík fram tillögu þess efnis að gerð verði hjólavefsjá fyrir Reykjavík. Gísli Marteinn Baldursson - sem áður hefur beitt sér fyrir málefnum hjólreiðafólks - greinir frá þessu á blogginu sínu, og umfjöllun má einnig nálgast á mbl.is og visir.is.
Grunnhugmyndin er góð, Gísli Marteinn bendir á máli sínu til stuðnings viðlíka hjólavefsjá fyrir Seattle, og virðist leggja til (ég hef ekki lesið sjálfa greinagerðina) að Reykjavík búi til álíka vefviðmót fyrir sína sýn, og nefnir þar strætó.is máli sínu til stuðnings.
Slíkir vefir eru nothæfir, en það er hægt að gera mun betur með meiri áherslu á frjáls gögn en einstaka vefi.
Vefurinn fyrir Seattle er ekkert nema þunn sýn á OpenStreetMap kortagögnin, og er varla meira en dagsverk að búa svona sýn til. Seattle kortasýnin notar CloudMade forritunarviðmótið fyrir sína vegvísun, og er hægt að nálgast álíka sýn fyrir Reykjavík bæði á vef CloudMade, og á fjölmörgum öðrum vefum eins og OpenRouteService, YOURS og fleiri. Sjálfur viðheld ég t.d. hjólakorti af Íslandi fyrir Garmin tæki byggt á OpenStreetMap gögnunum.
Það eina sem borgin þarf að gera til að bæta þessar og aðrar hjólavefsjár er gefa út gögn sem eins og Gísli bendir á "[eru] til í tölvukerfum borgarinnar" undir frjálsu notkunarleyfi.
Sjálfboðaliðar eins og ég munu þá flytja gögnin inn á OpenStreetMap þar sem þau munu blandast saman við viðlíka gögn sem eru til fyrir allan heiminn. Þá munu gögnin ekki aðeins vera nothæf á einni kortasjá sem borgin heldur við, heldur á þúsundum kortasjám af ýmsum gerðum, bæði í prenti, á vefnum og farsímum o.s.f.
Reykjavík ætti ekki að vera gera aðra strætó.is, heldur gefa út grunngögnin sem þarf til að byggja slíka vefi. Ríkisstjórnir og bæjarfélög annars staðar í heiminum eru óðum að uppgötva verðmæti þess að deila gögnum á þennan hátt.
Reykjavík ætti að ganga þeim til liðs, og gæti verið í fararbroddi í þessum efnum. Frjáls gögn eru fjárfesting til framtíðar, og ágoðinn af þeim er mun meiri og varanlegri heldur en ein kortasjá
Gísla Marteini og öðrum er boðið að
Posted by Ævar Arnfjörð Bjarmason on 12 August 2010 at 18:23 in Icelandic (Íslenska) | Edit this entry | Hide this entry