Evrópska samgönguvikan, dagana 16. – 22. september

Árlega sameinast heimsálfan okkar í Evrópsku samgönguvikunni, dagana 16. – 22. september og svo er einnig í ár. Á ensku ber vikan heitið European Mobility Week. Tilgangur samgönguvikunnar er að vekja athygli á vistvænum samgöngum og hvetja almenning til að nýta sér almenningssamgöngur, hjólreiðar og aðra vistvæna fararkosti.

Frá 2011 hafa Hjólafærni á Íslandi og Landssamtök hjólreiðamanna haldið ráðstefnuna Hjólum til framtíðar sem hefur með árunum vaxið og eflst sem þakklátur vettvangur til samstarfs grasrótar, yfirvalda og einkafyrirtækja í landinu um bætta reiðhjólamenningu í landinu. Við höfum ævinlega haldið okkar ráðstefnu á föstudeginum í samgönguvikunni og í ár er hann á
Degi íslenskrar náttúru, 16. sept. Því var þemað okkar í ár valið Hjólið og náttúran.  

Eins hafa vetrarhjólreiðar frá Hlemmi undir stjórn Árna Davíðssonar og merkjum LHM og Hjólafærni hafist á laugardeginum í samgönguvikunni og svo verður einnig í ár. Við rúllum í fyrstu laugardagsferðina 17. sept kl. 10.30 frá Hlemmi.

Undirbúningur fyrir samgönguvikuna nær nánast yfir allt árið og hefur skapað jákvæðan vettvang, árið um kring, til samtals á milli okkar félagasamtaka og yfirvalda. Í ár er Evrópuþema vikunnar Snjallar samgöngur - betri hagur. Reykjavíkurborg gefur út þetta plaggat með sínu merki. Facebook síða vikunnar er á slóðinni https://www.facebook.com/samgonguvika

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.