Setja nagladekkin undir fyrir veturinn

Í Barnablaði Morgunblaðsins er viðtal við nokkra hressa stráka í Þingunum í Kópavogi sem ganga í Vatnsendaskóla.

Þeir hittast á horninu kl. 7:50 og hjóla saman í skólann á morgnanna. Þeir segja það hressandi og skemmtilegt og ekki síst umhverfisvænt. Það mættu margir taka sér þá drengi til fyrirmyndar. Þegar kemur vetur og hálka setjum við bara nagladekkin undir, segja þeir og nota líka ljós á hjólin í myrkrinu. Viðtalið er annars aðgengilegt í Morgunblaðinu, 29.09.2019, á blaðsíðu 36 og 37.

Tengill á það er hér: