Setja nagladekkin undir fyrir veturinn

Í Barnablaði Morgunblaðsins er viðtal við nokkra hressa stráka í Þingunum í Kópavogi sem ganga í Vatnsendaskóla.

Þeir hittast á horninu kl. 7:50 og hjóla saman í skólann á morgnanna. Þeir segja það hressandi og skemmtilegt og ekki síst umhverfisvænt. Það mættu margir taka sér þá drengi til fyrirmyndar. Þegar kemur vetur og hálka setjum við bara nagladekkin undir, segja þeir og nota líka ljós á hjólin í myrkrinu. Viðtalið er annars aðgengilegt í Morgunblaðinu, 29.09.2019, á blaðsíðu 36 og 37.

Tengill á það er hér:

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.