Skemmtilegast að hjóla í vinnu og skóla

Maskina gerði skoðanakönnun í september 2018 þar sem spurt var um ýmsilegt varðandi ferðavenjur landsmanna. Í frétt Maskínu kemur fram að
rúmlega 68% Íslendinga ferðast til og frá vinnu eða skóla á einkabíl sem bílstjóri. Fólk á aldrinum 18-29 ára ferðast sjaldnar en aðrir á einkabíl sem bílstjóri en 60 ára og eldri oftast. Þeir sem starfa í Hafnarfirði eða eru í skóla þar eru líklegastir til þess að ferðast þangað á einkabíl sem bílstjóri (93-94%), en þeir sem starfa á Norðurlandi eru ólíklegastir til þess, eða ríflega 58%.
 
Um 45% Íslendinga fannst skemmtilegt að ferðast í vinnu eða skóla síðast þegar þau ferðuðust þangað. Fólki yfir fertugt fannst skemmtilegast að ferðast og fólk á aldrinum 18-29 ára leiðinlegast. Þá þótti Íslendingum sem gengu eða hjóluðu til vinnu eða skóla mun skemmtilegra að ferðast en öðrum, en þeir sem fóru með strætó leiðinlegast.
 
Þetta kemur ekki á óvart! smiley
 
Svarendur voru 835 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Við vigtun gagna getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Könnunin fór fram dagana 11. september – 24. september 2018.
 
Frétt Maskínu af könnuninni má sjá hér: 
 
 
 
 
 
 
 

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.