Hjólasöfnun Barnaheilla

Okkur hjá LHM er ljúft og skylt að kynna Hjólasöfnun Barnaheilla og hjálpa þeim við að vekja athygli á þessu verðuga verkefni. Hér er kynning frá samtökunum að neðan.

 


Barnaheill – Save the Children á Íslandi hófu árlega hjólasöfnun sína í tíunda sinn föstudaginn 19. mars síðastliðinn. Frá upphafi Hjólasöfnunarinnar árið 2012 hafa rúmlega 2.500 börn og ungmenni notið góðs af því að fá hjól úr söfnuninni og er það ekki síst að þakka öflugum sjálfboðaliðum sem lagt hafa hönd á plóg við viðgerðir á hjólum.
Viðgerðir hefjast um miðjan apríl og vantar okkur sjálfboðaliða til að taka þátt í viðgerðum á hjólum á verkstæði söfnunarinnar og því sendum við þetta bréf. Hafir þú tök á að aðstoða okkur væri öll hjálp vel þegin.
Almenningur er hvattur til að gefa reiðhjól til söfnunarinnar og fara með þau á móttökustöðvar Sorpu á höfuðborgarsvæðinu og sjá sjálfboðaliðar um viðgerðir á hjólunum áður en þeim er úthlutað til barna og ungmenna sem að öðrum kosti gefst ekki kostur á að eignast hjól. Hjólasöfnunin er unnin í samstarfi við Æskuna - barnahreyfingu IOGT, Sorpu og ýmsa aðra velunnara.
Markmið hjólasöfnunarinnar er að börn og ungmenni í félagslega eða fjárhagslega erfiðri stöðu eignist reiðhjól. Þannig fá þau tækifæri til að eflast félagslega auk þess sem lýðheilsuleg sjónarmið eru að baki sem efla bæði líkamlegt og andlegt heilsufar. Börnin geta þannig með auknum hætti verið þátttakendur í samfélagi annarra barna.
Nánari upplýsingar um Hjólasöfnun Barnaheilla er að finna hér og hér
 
Fyrirfram þakkir og ósk um góðar viðtökur,
Matthías Freyr Matthíasson, verkefnisstjóri Hjólasöfnunar Barnaheilla
Barnaheill – Save the Children á Íslandi
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.