Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna nú að uppsetningu tímabundinnar hjólareinar á Hverfisgötu sem tekinn verður í notkun föstudaginn 20. ágúst. Umhverfis- og samgönguráð samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að hleypa þessu tilraunaverkefni af stað til að efla mannlíf í miðborginni og hvetja til aukinna hjólreiða.
Finnskt par bloggar um hjólaferðalag í kringum landið Hyggur á myndasögu í kjölfarið en nýútkomin er myndasögubók um Evrópuferðalag parsins Tóku upp hjólalífsstíl eftir að fætur stúlkunnar, Kaisu Leka, voru fjarlægðir að hluta.
Kastljós spjallaði við David Robertson um sérsmíðuð hjól sem eru aðlöguð að þörfum og óskum eigenda sinna. Hann rekur Kríu hjólaverkstæðið og verslunina. Kíkið á viðtalið.
Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi, lagði til á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag að gerð verði hjólavefsjá fyrir Reykjavík þar sem hægt verði að sjá hvernig hjólafólk kemst með fljótlegustum og öruggustum hætti á milli staða.
Meirihluti Samfylkingarinnar og Besta flokksins í umhverfis- og samgönguráði frestaði því að afgreiða tillöguna.
Gísli Marteinn segir, að í vefsjánni geti borgarbúar geti slegið inn upphafsstað og leiðarenda, og vefurinn sýni um leið fljótlegustu leiðina, öruggustu leiðina, vegalengd og ferðatíma. Notendur gætu sent leiðina í gps tæki eða farsíma.
Okkar leið – allra málefni
Alissa R. Vilmundardóttir lagði nýlega af stað í hjólaferð í kringum landið til að kynna og styrkja Rannsóknastofu í krabbameinsfræðum undir kjörorðinu Okkar leið – allra málefni. Ferðin hefur verið í undirbúningi síðustu 6 mánuði og upphaflega voru þær tvær, en ferðafélagi Alissu hætti við ferðina og því fer hún ein um landið. Verndari söfnunarinnar er Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands.
Lionsklúbbur Njarðvíkur hefur í dag söfnunarátak til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Söfnunin fer þannig fram að tveir félagar úr klúbbnum ætla að hjóla hringinn í kringum Ísland á tólf dögum og safna áheitum.
»Ferðin mun taka tólf daga, ég hjóla og með mér er nafni minn Helgason sem verður á bíl og sér um vistir. Hann ætlar líka að hjóla með mér hluta úr leiðinni,« segir Haraldur Hreggviðsson hjólagarpur frá Njarðvík.
Hann segir þetta í fyrsta skipti sem Lionsklúbburinn fer út í svona stóra söfnun en þeir séu samt mjög öflugir í að styrkja líknarstarf.
Skálafell bike park var opnaður formlega í gær en um er að ræða hjólagarð sem verður opinn um helgar frá kl. 12-17. Garðurinn er kjörinn fyrir hjólreiðagarpa frá 7 ára aldri og fara þeir þá með hjólin sín upp með skíðalyftum og hjóla niður. Brautin er of brött til að hægt sé að hjóla upp hana.
Í Fréttablaðinu 4. ágúst var umfjöllun um væntanlegan hjólreiðavang í Skálafelli sem opnar nú um helgina. Skálafell Bike Park er einnig á Facebook og á hjolandi.net er frétt um að strax um aðra helgi laugardaginn 14. ágúst fari fram keppni í fjallabruni í Skálafelli
Page 10 of 15