
Hjólarein á Hverfisgötu
Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna nú að uppsetningu tímabundinnar hjólareinar á Hverfisgötu sem tekinn verður í notkun föstudaginn 20. ágúst. Umhverfis- og samgönguráð samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að hleypa þessu tilraunaverkefni af stað til að efla mannlíf í miðborginni og hvetja til aukinna hjólreiða.