Laugardaginn 14. maí, 2005 kvartaði Víkverji Morgunblaðsins yfir nýrri gerð gatnamóta. Ekki var tekið tillit til óska um bættar hjólaleiðir yfir gatnamót og nú 2010 eru þessar grindur farnar að hamla umferð hjólandi fólks um borgina.
228. fundur Umferðarráðs haldinn þann 29. október 2009 hvetur alla vegfarendur til að vera eins sýnilegir í umferðinni og kostur er í skammdeginu. Umferðarráð bendir á að endurskinsmerki gagnast mjög vel í þessu skyni. Þau eru ódýr og einföld í notkun. Umferðarráð áréttar að sérhver sem er á ferð í rökkri eða myrkri og ber endurskin sést margfalt betur og fyrr en sá sem er án þess. Foreldrar og forráðamenn barna eru hvattir til að sjá til þess að þau séu sýnileg á leið sinni í skólann á morgnana og einnig þegar þau eru á ferð síðdegis eða að kvöldlagi.
Um þessar mundir búa ökumenn bifreiðar sínar undir veturinn og hjólreiðamenn huga að hjólum sínum en spáð er að hlutur reiðhjóla á götum borgarinnar eflist í vetur. Ný talning á hlutdeild bifreiða og reiðhjóla á völdum götum sýnir að hlutur reiðhjóla í Austurstræti er 11%, Suðurhlíð 10% og 6% á Bíldshöfða.
Sesselja Traustadóttir stjórnaði fjölmennustu hjólalest sem mynduð hefur verið á landinu þegar um 500 skólabörn hjóluðu milli skólanna í Grafarvogi. Tilgangurinn var að hvetja börnin til að hjóla sjálf milli staða og minnka skutl foreldranna.
Borgarstjórinn og bæjarstjórar á Höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í hjóladegi fjölskyldunnar með því að sameinaðist í Nauthólsvík og hjóla þaðan í Ráðhúsið þar sem Tjarnarspretturinn í götuhjólreiðum var í þann mund að hefjast.
Ný formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur: „Við þurfum að breyta samgöngumynstrinu í borginni, þannig að miklu fleiri fari um á hjólum, gangandi eða með strætó. Þannig bætum við loftið í borginni og drögum úr truflun frá umferð,“ segir Gísli Marteinn um verkefnin framundan og að leggja þurfi áherslu á úrgangsmálin og auka endurvinnslu. „Þá þurfum við að standa dyggan vörð um grænu svæðin í borginni í samvinnu við borgarbúa, svo ég nefni nokkur dæmi. Allt er þetta hluti af Grænum skrefum í Reykjavík, sem stigin verða þétt og örugglega í vetur.“
Fundur Umferðarráðs 10. september 2009 ályktar:
"Starfsemi grunnskóla er nú komin í fullan gang með tilheyrandi umferð. Sjaldan hafa fleiri börn hafið grunnskólanám hér á landi og því er mikil ástæða til að beina athygli að öryggi þeirra og umhverfi.
Eftirfarandi grein hjólreiðamannsins Rúnar Helgason með hugmyndir að bættu aðgengi til hjólreiða í Reykjanesbæ birtist á Visir.is og vef Víkurfretta, vf.is
Page 14 of 15