UM 90 kílómetrar af hjólastígum verða lagðir í Reykjavík næstu tíu árin til viðbótar við þá tíu kílómetra sem fyrir eru, samkvæmt nýrri hjólreiðaáætlun sem samþykkt hefur verið í borgarstjórn. Þá tekur áætlunin einnig til þess hvernig hægt er að stuðla að auknum hjólreiðum í borginni með fræðslu og kynningu.
Enginn annar en dr. Bæk var mættur við Norræna húsið í gær í tilefni af degi umhverfisins. Þar bauð hann fólki upp á þá þjónustu að skoða og votta reiðhjólin. Margir notfærðu sér þetta einstaka tækifæri til að láta hjólalækni líta á gripi sína og ástandsskoða, enda eins gott að allt sé í lagi þegar brunað er á hjóli um stræti borgarinnar.
Í flestum öðrum löndum Vestur-Evrópu, þ.ám. í Færeyjum, er mikil hefð fyrir keppni á götuhjólum og þótt sú frægasta sé Tour de France skipta keppnirnar mörgum hundruðum. Hér á landi er lítil hefð fyrir götuhjólreiðum en hún er hægt og bítandi að festast í sessi.
Magnús Bergsson var gestur í morgunútvarpi Rásar 2 26. apríl 2010 og ræddi þar um "dogg" þríhjólið sitt, samgönguhjólreiðar og aðstæður hjólafólks til að hjóla úr borginni.
Hluta af Laugavegi og Skólavörðustíg ásamt Bankastræti verður breytt í göngugötur um helgina í tilefni af HönnunarMars 2010 stöðumælum verður umbreytt í gerviblóm
Sesselja Traustadóttir kennari er áhugamaður um reiðhjólamenningu. Hún hefur skipulagt hópferðir með unglingum á vordögum upp í Bláfjöll og hlakkar mikið til. Hún býðst til að hjóla með 800 nemendur unglingadeilda og þegar hafa 200 skráð sig. {jathumbnail off}
Árni Davíðssson bloggaði fyrir skemmstu um nýja nálgun við merkingar ætlaðir hjólreiðamönnum, sem hann uppgötvaði :
"Við hin nýja Nauthólsveg, sem áður hét Hlíðarfótur, er eitthvað skrítið á seyði sem ekki hefur sést á Íslandi áður. Þar eru merktar á veginn til og frá Valssvæðinu stöðvunarlínur fyrir reiðhjól sem ná fram fyrir stöðvunarlínur fyrir bíla."
Göngubrýrnar yfir Hringbraut í Reykjavík fengu Steinsteypuverðlaunin 2010 fyrir að vera bæði frumlegt og vandað mannvirki. Nú er bara spurning hvort hjólreiðamenn veiti þessum brúm verðlaun næst? {jathumbnail off}
Page 13 of 15