Hjólað í skólann : rannsókn á reiðhjólanotkun framhaldsskólanema og viðhorfi þeirra til hjólreiða, heitir lokaverkefni frá Menntasviði Háskóla Íslands frá árinu 2009. Höfundurinn er Bjarney Gunnarsdóttir.
Þróun reiðhjólsins : hverning samanbrjótanleg hjól gætu orðið liður í samgöngubótum og orkusparnaði, heitir lokaverkefni frá Hönnunar og arkítekturdeild Listaháskóla Íslands. Höfundurinn er Steinþór Hannes Gissurarson.
Reglur um og merkingar á göngu- og hjólreiðastígum höfuðborgarinnar eru svo óljósar að væri það sama uppi á teningnum á akbrautum borgarinnar má slá því föstu að fjöldi manns færist í bílslysum á hverjum degi. Hér er kannski fullfast að orði kveðið... og þó.
Ég er stundum spurð að því hvernig ég hafi efni á flugmiðum út fyrir Evrópu. Úr hvaða hyldýpi ég grafi upp fé í slíkan lúxus. Svarið er þetta: Ég á ekki 1000 kílóa lúxusflykki sem notar rándýran orkugjafa og heitir bíll.
Samkvæmt FÍB gæti kostnaður við nýjan bíl verið 1,1 milljón á ári - með bensíni, tryggingum, afskriftum og öllu. Það eru 92.000 á mánuði. Einn flugmiði þar, frá London til Peking - á fjögurra vikna fresti. Alltof há tala fyrir einhvern? Örugglega. FÍB miðar við skuggalegan dýran bíl og mikinn akstur. Segjum því 500.000 krónur á ári í bílrekstur og að ég þurfi 50.000 vegna hjólsins míns. Mismunurinn er tveir flugmiðar hringinn í kringum jörðina með fimm stoppum. Eða tveggja mánaða bakpokaferðalag til Indlands - með flugmiðum.
Ef völuspá DV fyrir árið 2011 nær fram að ganga mun Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi segja sig úr Sjálfstæðisflokknum, tekur að starfa sjálfstætt í borgarstjórn Reykjavíkur og mun berjast ákaflega fyrir málefnum hjólreiðamanna.
Þetta kemur fram í pistli eftir Gísla Martein í Fréttablaðinu 21/12 2010 sem má einnig lesa á blogginu hans.
Capacent spurði borgarbúa í október síðastliðnum hvaða þjónustu Reykjavíkurborg þyrfti helst að bæta. Það einstaka atriði sem flestir Reykvíkingar nefndu var að það þyrfti að bæta almenningssamgöngur, tæp 16%.
Á heimasíðu Vegagerðarinnar er nú að finna áfangaskýrsluna "Skipulag á höfuðborgarsvæðinu - sjálfbær þróun í samgöngum". Skýrslan er unnin af þeim Hörpu Stefánsdóttir og Hildigunni Haraldsdóttir arkitektum faí.
Skýrsla þessi er annar hluti rannsóknarverkefnisins “Skipulag á höfuðborgarsvæðinu, sjálfbær þróun í samgöngum” sem styrkt er af Vegagerðinni og er unnin af teiknistofunum Arkitektúra og Hús og skipulag. Hún fjallar um samgöngur hjólreiðamanna og gangandi vegfarenda, en vorið 2010 birtist fyrsti hluti í skýrslu þar sem fjallað er um almenningssamgöngur. Verkefni þetta er hluti verkefnisins Betri borgarbragur, sem er rannsóknarverkefni um sjálfbærni í skipulagi. Það verkefni hlaut öndvegisstyrk frá tækniþróunarsjóði (RANNÍS) og að því standa Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskóli Íslands og arkitektastofurnar Gláma-Kím, Tröð, Kanon, Ask, Hús og skipulag og Arkitektúra.
Sigrún Helga Lund stærðfræðingur og stofnandi samtaka um bíllausan lífsstíl segir Íslendinga vana niðurgreiðslu á einkabílnum og því líti samfélagið oft framhjá kostnaðinum. „Klárlega er verið að niðurgreiða einkabílinn. Það er útlagður kostnaður og einhver þarf að borga hann. Hver bíll nýtir sér að lágmarki þrjú stæði í eigu annarra. Ef við metum kostnaðinn á hvert stæði sem 10.000 krónur en það er mjög hóflegt og mun minna en raunverulegur kostnaður þá er samfélagið að greiða 360.000 krónur árlega á hvern bíl.“
Page 7 of 15