Árlega sameinast heimsálfan okkar í Evrópsku samgönguvikunni, dagana 16. – 22. september og svo er einnig í ár. Á ensku ber vikan heitið European Mobility Week. Tilgangur samgönguvikunnar er að vekja athygli á vistvænum samgöngum og hvetja almenning til að nýta sér almenningssamgöngur, hjólreiðar og aðra vistvæna fararkosti.
Í frétt á heimasíðu Reykjavíkurborgar 18. mars kemur fram að hreinsun hjólastíga sé hafin núna eftir að klakinn hvarf.
Skráning er hafin í stærstu fjallahjólakeppni ársins Blue Lagoon Challenge. Keppnin fer fram 11. Júní og verður öll hin glæsilegasta. Keppnin hefur fyrir löngu öðlast mikilvægan sess í dagatali hjólamanna á Íslandi og markað upphafið að hjólaferli margra. Frábær stemning einkennir keppnina sem er ennfremur hluti af Landvættaáskoruninni.
Tvær ólíkar hjólakeppnir verða á Reykjavíkurleikunum. Þann 26. janúar verður keppt í Cycling Eliminator keppni í Reiðhöllinni í Víðidal en 29. janúar verður keppt í Upphill Duel (Hjólaspretti) á Skólavörðustígnum í hjarta Reykjavíkur. Í Upphill Duel reynir fyrst og fremst á spretthörku keppenda en í Cycling Eliminator skiptir tækni ekki síður máli. Reikna má með frábærri stemningu og góðri aðstöðu fyrir áhorfendur.
Föstudaginn 23. janúar klukkan 16,00 flytur Dr. Harpa Stefándsdóttir arkitekt FAÍ, fyrirlestur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur undir yfirskriftinni Ánægjulegar samgönguhljólreiðar – borgarrými og gildi fegurðarupplifunar.
Fyrirlesturinn byggir á doktorsritgerð Hörpu en hún lauk í október síðastliðnum doktorsprófi í borgarskipulagi frá Norges miljø- og biovitenskapelige universitet (NMBU). Í rannsókn sinni greinir Harpa frá því hvernig einkenni í borgarrýmum hafa áhrif á upplifun fólks sem hjólar í samgönguskyni og hvernig gildi fegurðar hefur áhrif á gæðamat fólks á hjólaleiðum þess.
Það kemur fram í frétt á vef Íþróttabandalags Reykjavíkur að keppt verði í tveimur greinum í hjólreiðum á alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum. Þriðjudaginn 20. janúar verður keppt í CycloCross Eliminator í Reiðhöllinni í Víðidal og föstudaginn 23. janúar verður keppt í Uphill Duel á Skólavörðustíg. Skráningu lýkur: 18. janúar 2015 kl: 00:00 á vef Hjólamóts http://hjolamot.is/. Fréttin er svona:
Í morgun fór hjólateljarinn á stígnum við Suðurlandsbraut yfir 100.000 frá áramótum og er það táknrænt fyrir þá aukningu sem hefur orðið á hjólreiðum allt árið. Bragi Freyr Gunnarsson, hjólreiðamaðurinn sem fór yfir markið á þessum tímamótum, var að vonum glaður þegar hann var stöðvaður. Hann hjólar allt árið og á því ófá tikkin á teljaranum. „Ég hafði séð útundan mér í síðustu viku að þetta var að nálgast markið, en átti ekki von þessu,“ sagði Bragi sem fær gjafabréf frá Reykjavíkurborg í tilefni dagsins.
Frétt á vef Reykjavíkurborgar:
Nýr og tvíbreiður hjólastígur í Öskjuhlíð hefur verið tekinn í notkun.
Page 2 of 15