Keppnin hefur vaxið jafnt og þétt frá því hún var fyrst haldið árið 1996 þegar 12 hjólamenn kepptu sín á milli á leið sem liggur frá Hafnarfirði í Bláa Lónið um krýsuvikurveg og Djúpavatnsleið. Í fyrra voru 650 keppendur sem hjóluðu leiðina og komust færri að en vildu.
Í fyrra var hvert metið af öðru slegið, bæði hvað þátttöfjölda varðar en líka bestu tímar sem náðst hafa í karla- og kvennaflokki. Von er á mörgum sterkum erlendum keppendum í ár en langstærsti hluti þátttakenda eru áhugasamir hjólreiðamenn sem vilja reyna sig í skemmtilegri og krefjandi keppni.
Skráning og nánari upplýsingar má finna á vefsíðu keppninnar:
http://bluelagoonchallenge.is/
Kveðja
Stjórn HFR