Tvær hjólreiðakeppnir á Reykjavíkurleikunum

Tvær ólíkar hjólakeppnir verða á Reykjavíkurleikunum. Þann 26. janúar verður keppt í Cycling Eliminator keppni í Reiðhöllinni í Víðidal en 29. janúar verður keppt í Upphill Duel (Hjólaspretti) á Skólavörðustígnum í hjarta Reykjavíkur. Í Upphill Duel reynir fyrst og fremst á spretthörku keppenda en í Cycling Eliminator skiptir tækni ekki síður máli. Reikna má með frábærri stemningu og góðri aðstöðu fyrir áhorfendur.

RIG Uphill Duel
RIG Uphill Duel

Cycling Eliminator (útilokunar) áskorunin, 26. jan kl. 19-20

Cycling Eliminator er afar spennandi tegund keppnishjólreiða. Fyrirkomulagið er þannig að fjórir keppendur eru ræstir samtímis inn í krefjandi braut í Reiðhöllinni í Víðidal en þar eru frábærar aðstæður fyrir áhorfendur og keppendur enda varðir fyrir veðri og vindum. Tveir keppendur komast áfram úr hverjum riðli í næstu umferð þangað til aðeins fjórir keppendur standa eftir. Í lokariðlinum þurfa menn hins vegar ekki að forðast útilokun heldur koma fyrstir í mark og landa þar með Cycling Eliminator titli Reykjavíkurleikanna. Það reynir á spretthörku, tækni og klókindi í svona keppni og óhætt er að reikna með afar harðri og spennandi keppni. Keppendum verður raðað tilviljanakennt í fjögurra manna riðla, hámarksfjöldi keppenda er 64 og keppt verður í opnum flokki karla og kvenna. Nánar um keppnina á Hjólamót.

Uphill Duel, 29. jan kl. 19-20

Ræst verður neðst á Skólavörðustíg og hjólað upp að Bergstaðastræti á braut sem er um 70 metra löng. Val keppenda á hjólreiðfáki er frjálst. Rétt er að minna á að Skólavörðustígur er upphitaður svo að ekki verður sérstök þörf á nagladekkjum eða öðrum búnaði tengdum vetrarhjólreiðum. Hámarksfjöldi þátttakenda er 32 og verður þeim raðað af handahófi þar sem tveir keppendur spretta samtímis. Notast verður við útsláttarfyrirkomulag og að lokum mun aðeins einn sigurvegari standa eftir í karla og kvennaflokki. Nánar um keppnina á Hjólamót.

Aðrar íþróttagreinar

Nánar er sagt frá öllum kepnnum á Reykjavíkurleikunum hér á íslensku.


English

At RIG 2016 there will be two kinds of cycling competitions. Cycling Eliminator on Tuesday January 26th and Uphill duel on Friday January 29th.

The RIG Cycling Eliminator

The RIG Cycling Eliminator - will be held in Reiðhöllin in Víðidal on the 26th of January 2016 starting at 19:00.

The race will have fantastic spectator view since and we can promise a very exciting race.

Cyclist can use the bike of their choice, MTB, BMX, Cyclocross etc. but the layout of the course is in the genre of Cyclocross. The course will be about 2-3 minutes long with some forced of-the-bike running over hurdles.

The eliminator race format has four racers starting in a heat were first two racers proceed to the next round.

Riders will be paired randomly in heats. The Elimination will continue until we have only four racers competing about the first time ever Eliminator title in Iceland.

Registration must be done via http://hjolamot.is/ no later than 20th of January 2016.

The RIG Uphill duel

The RIG uphill duel will be held in downtown Reykjavik on January 29th. In the heart of downtown Reykjavik, cyclists will come together in an attempt to settle the fierce debate of which rider and bike combination is the best uphill.

The uphill duel takes place at Skolavordustigur street starting at 19:00 on Friday 29th of January. The street is geothermally heated, so participants should not need any studded tires to get up the hill.

Cyclists can use the bike of their choice, BMX, mountain bike, road cycling and fixed-gear in a series of grueling head-to-head knock-out rounds on the unforgiving track.

Riders will be paired randomly. A knockout format will halve the field, until just two riders remain for the ultimate showdown. The 1.-8. spot riders will all automatically qualify for the final 32 in the next RIG uphill duel in 2016. If more than 32 participants sign up for this exciting event, a qualification round will be held for the final 32 spots in the days before, stay tuned for more information on that.

Registration must be done via http://hjolamot.is/ no later than 22nd of January 2016.

Other events

Other events of the Reykjavik International Games.

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.