Nýr tvíbreiður hjólastígur hefur verið tekinn í notkun í Öskjuhlíð. Stígurinn er við hlið göngustígs sem liggur frá Flugvallarvegi að bílastæðum Háskólans í Reykjavík.  Hjólastígurinn er 2,5 metra breiður. Einfaldur áningarstaður hefur síðan verið gerður á stígamótum þar sem stígar frá Perlunni og Hótel Natura tengjast göngu- og hjólastígum. Sett var ný lýsing meðfram stígnum sem Orkuveita Reykjavíkur hannaði.
	
	Nýi stígurinn er kærkomin viðbót við fjölbreytt net göngu- og hjólastíga í borginni og liggur að hluta til í gegnum fallegt skóglendið í Öskjuhlíð.
 
	    
	  	   
       
					 
					 
					 
					 
					