Nýr hjólastígur í Öskjuhlíð

Frétt á vef Reykjavíkurborgar:
Nýr og tvíbreiður hjólastígur í Öskjuhlíð hefur verið tekinn í notkun.

Nýr tvíbreiður hjólastígur hefur verið tekinn í notkun í Öskjuhlíð. Stígurinn er við hlið göngustígs sem liggur frá Flugvallarvegi að bílastæðum Háskólans í Reykjavík.  Hjólastígurinn er 2,5 metra breiður. Einfaldur áningarstaður hefur síðan verið gerður á stígamótum þar sem stígar frá Perlunni og Hótel Natura tengjast göngu- og hjólastígum. Sett var ný lýsing meðfram stígnum sem Orkuveita Reykjavíkur hannaði.

Nýi stígurinn er kærkomin viðbót við fjölbreytt net göngu- og hjólastíga í borginni og liggur að hluta til í gegnum fallegt skóglendið í Öskjuhlíð.

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.