Dæmalaust fínt hjólreiðakort

Sem áhugamaður um hjólreiðar gladdi það mig að rekast á dæmalaust fínt hjólakort hér á Arnbergi á Selfossi. Íslandskort fyrir hjólreiðamenn! Og konur! Þar eru upplýsingar um alla vegi (og vegleysur víða). Um hvern vegarspotta er þess getið hve mikil umferðin er. Þannig er hægt að meta hvar skynsamlegt er að hjóla.

Ætli maður að njóta þess að hjóla nokkurn veginn í friði (er það hægt?) eða þar sem þarf að varast bíl við bíl. Á fjallvegum eru kannski ekki nema 30 bílar sjáanlegir á dag en milli Hveragerðis og Selfoss má búast við rununni allan daginn. En hvar eru hjólastígarnir? Og kortið er með ýmsar aðrar gagnlegar upplýsingar. Til dæmis um þjónustu um allt land. Varasamar ár, hvar má búast við roki og sviptivindum, hvar má rekast á gistiskála og hvað er hugsanlega langt í næstu gistingu, kort sem segir til um ferðir strætó. Heilræði – ekki síst til þeirra sem koma að utan og eru erlendir (verður víst að taka það fram á þessum síðustu og verstu . . . ), til dæmis um að það sé gáfulegt að hafa nesti með sér – einkum á hálendisferðum.

Ýmsir vefir eru á kortinu. Það er Hjólafærni á Íslandi sem gefur kortið út. Sesselja Traustadóttir, sem þar ræður ríkjum segir ekkert lát á eftirspurn. Kortið sé afar vinsælt. Á vef Hjólafærni, hjolafaerni.is má líka finna ýmislegt gagnlegt.

Hjólafærni hvetur fólk til að hjóla meira. Fjarlægðir séu í raun og veru stuttar í borgum og bæjum landsins. Það tekur ekki langan tíma að fara allra sinna ferða á hjóli. Hvernig er staðan til dæmis í sveitarfélögum. Lítum á Selfoss: Hér er sýnt hvað má hjóla á 6 eða ganga á 15 mínútum miðað við miðju bæjar.

Þorlákur Helgi Helgason

Uppruni: Fríritið Selfoss 14. tbl. 3. árgangur 17. júlí 2014

http://fotspor.is/?p=12993
 

Kortið má skoða betur á enska hluta vefs Fjallahjólaklúbbsins: Cycling Iceland map 2014

Einnig á enska hluta vefs Vegagerðarinnar: Cycling map and bicycle servie around Iceland.

6 mínútna kort fyrir helstu þéttbýliskjarna má sjá hér á vef Hjólafærni á Íslandi: 6 mínútna kort

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.