Skráning leiðavals á höfuðborgarsvæðinu

Eftirfarandi orðsending barst um gagnasöfnun um leiðavali fólks á hjóli dagana  19-27.maí. Hún fer fram í snjallsímum og tengjast leiðavali á  höfuðborgarsvðinu.

Kæri þáttakandi í Hjólað í vinnuna átakinu
Átt þú iPhone eða Android síma, býrð á höfuðborgarsvæðinu og langar að stuðla að bættu hjólastígakerfi? Vinsamlegast haltu þá áfram að lesa.

Við hjá Saga Traffic erum að vinna að rannsóknarverkefni fyrir Vegagerðina þar sem snjallsímaforrit er notað til að kanna leiðarval og ferðavenjur hjólreiðamanna á höfuðborgarsvæðinu. Okkur langar að biðja þig um að taka þátt í verkefninu sem mun í framtíðinni nýtast til áframhaldandi umbóta á hjólastígakerfinu.


Hannað hefur verið snjallsímaforrit sem heitir „ Saga Traffic; Trip tracker and travel surveys“ til notkunar í iPhone og símum með android stýrikerfi. Þátttakendur þurfa að sækja forritið, skrá sig inn í það með notendanafni og lykilorði sem þeir velja sjálfir (t.d.  með því að nota kennitölu sína) og svara nokkrum bakgrunnsspurningum. Eftir að forritið hefur verið ræst skráir það sjálfkrafa allar ferðir á meðan það er í gangi, en einnig þarf að svara örfáum spurningum varðandi hverja ferð að henni lokinni. Hægt er að slökkva á skráningu einstakra ferða á auðveldan hátt á upphafssíðu forritsins. Í lok dags þarf notandi síðan að senda inn niðurstöður í gegnum forritið. Óskað er eftir því að þátttakendur hafi forritið í gangi í einn dag þar sem reiðhjól er notað í a.m.k. einni ferð til að niðurstöðurnar séu sem marktækastar. Hægt er að velja hvaða dag sem er á meðan á Hjólað í vinnuna stendur, eða á milli 19. - 27. maí.

Lögum um persónuvernd er fylgt til hlítar við úrvinnslu þessarar könnunar og verða innsend gögn á engan hátt rekjanleg til þátttakenda.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt biðjum við þig að sækja forritið í App Store eða Play store (leitarorð Sagatraffic) eða gegnum iTunes. Leiðbeiningar um notkun má finna á youtube https://www.youtube.com/watch?v=tFuS9vuS_6s
(myndbandið tekur 4. m ínútur í spilun).

Með því að sem flestir taki þátt í þessari könnun fæst sem raunhæfust mynd af því hvaða leiðir hjólreiðamenn velja sér og hvers vegna og því hefur þú einstakt tækifæri til að leggja þitt af mörkum að bættu hjólastígakerfi.

Gleðilegt hjólasumar!
Haukur Haraldsson
Framkvæmdastjóri Saga Traffic

Sjá líka http://www.sagatraffic.is/ferdavenjukonnun.htm, þar sem tengt er í kynningarmyndbandi

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.