Sem áhugamaður um hjólreiðar gladdi það mig að rekast á dæmalaust fínt hjólakort hér á Arnbergi á Selfossi. Íslandskort fyrir hjólreiðamenn! Og konur! Þar eru upplýsingar um alla vegi (og vegleysur víða). Um hvern vegarspotta er þess getið hve mikil umferðin er. Þannig er hægt að meta hvar skynsamlegt er að hjóla.
Eftirfarandi orðsending barst um gagnasöfnun um leiðavali fólks á hjóli dagana 19-27.maí. Hún fer fram í snjallsímum og tengjast leiðavali á höfuðborgarsvðinu.
Kæri þáttakandi í Hjólað í vinnuna átakinu
Átt þú iPhone eða Android síma, býrð á höfuðborgarsvæðinu og langar að stuðla að bættu hjólastígakerfi? Vinsamlegast haltu þá áfram að lesa.
Á heimasíðu Reykjavíkurborgar 1. mars 2014 birtist eftirfarandi frétt um opnun Hverfisgötu:
Mikið var um dýrðir á Hverfisgötunni í dag þegar verkáfanga í endurnýjun Hverfisgötunnar var fagnað. Lúðrablástur, skrúðganga, sirkusfólk og mannlíf setti gleðilegan blæ á götuna.
Í Fréttablaðinu þann 19. febrúar er sagt frá nokkrum hressum vinnufélögum á ýmsum aldri, sem hjóla úr og í vinnu flesta daga ársins. Það eru Svavar Svavarsson, Andrés Júlíus Ólafsson, Ólafur Þórisson og Haukur Snær Hauksson starfa saman hjá Umboðsmanni skuldara.
Út er komin skýrsla eftir Eirík Ástvald Magnússon um nemendaverkefni hans í Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands um lagningu hjólastígs frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar til Reykjavíkur. Guðmundur Freyr Úlfarsson og Hörður Bjarnason voru leiðbeinendur.
Á heimasíðu Landspítalans birtist eftirfarandi frétt 5. febrúar 2014:
Landspítali boðar á upphafsdegi Lífshlaupsins 2014, 5. febrúar, að taka upp skattfrjálsa samgöngustyrki í vor.
Í Monítor fylgiblaði Morgunblaðsins er sagt frá hjólreiðakeppninni RIG:Uphill Duel, sem verður haldin neðst á Skólavörðurstíg n.k. föstudag 23. janúar 2014 kl. 19. Rætt er við Óskar og Ingvar Ómarssyni og David Robertson um keppnina í Monitor. LHM hvetur fólk til að fylgjast með spennandi keppni á föstudaginn.
Á vef Reykjavíkurborgar birtist eftirfarandi frétt fimmtudaginn, 9. janúar 2014:
Þrjú tonn af sandi ... og gott betur
„Við erum stöðugt á ferðinni og í þessu tíðafari er það viðvarandi verkefni að halda gönguleiðum greiðfærum. Klakinn er ekkert að hverfa við þetta hitastig,“ segir Sigurður Geirsson stjórnandi dráttavéladeildar Reykjavíkurborgar og hann gerir ráð fyrir að vera á ferðinni með allan sinn mannskap inn í helgina og áfram næstu viku.
Page 3 of 15