Íslenskar fréttir og greinar úr ýmsum áttum.

Flokkur: Íslenskt

Dæmalaust fínt hjólreiðakort

Sem áhugamaður um hjólreiðar gladdi það mig að rekast á dæmalaust fínt hjólakort hér á Arnbergi á Selfossi. Íslandskort fyrir hjólreiðamenn! Og konur! Þar eru upplýsingar um alla vegi (og vegleysur víða). Um hvern vegarspotta er þess getið hve mikil umferðin er. Þannig er hægt að meta hvar skynsamlegt er að hjóla.

Flokkur: Íslenskt

Skráning leiðavals á höfuðborgarsvæðinu

Eftirfarandi orðsending barst um gagnasöfnun um leiðavali fólks á hjóli dagana  19-27.maí. Hún fer fram í snjallsímum og tengjast leiðavali á  höfuðborgarsvðinu.

Kæri þáttakandi í Hjólað í vinnuna átakinu
Átt þú iPhone eða Android síma, býrð á höfuðborgarsvæðinu og langar að stuðla að bættu hjólastígakerfi? Vinsamlegast haltu þá áfram að lesa.

Flokkur: Íslenskt

Gleði á Hverfisgötu

Á heimasíðu Reykjavíkurborgar 1. mars 2014 birtist eftirfarandi frétt um opnun Hverfisgötu:


Mikið var um dýrðir á Hverfisgötunni í dag þegar verkáfanga í endurnýjun Hverfisgötunnar var fagnað. Lúðrablástur, skrúðganga, sirkusfólk og mannlíf setti gleðilegan blæ á götuna.

Flokkur: Íslenskt

Hjólreiðagarpar sem greiða úr skuldum

Í Fréttablaðinu þann 19. febrúar er sagt frá nokkrum hressum vinnufélögum á ýmsum aldri, sem hjóla úr og í vinnu flesta daga ársins. Það eru Svavar Svavarsson, Andrés Júlíus Ólafsson, Ólafur Þórisson og Haukur Snær Hauksson starfa saman hjá Umboðsmanni skuldara.

Flokkur: Íslenskt

Þrjú tonn af sandi ... og gott betur

Á vef Reykjavíkurborgar birtist eftirfarandi frétt fimmtudaginn, 9. janúar 2014:

Þrjú tonn af sandi ... og gott betur

„Við erum stöðugt á ferðinni og í þessu tíðafari er það viðvarandi verkefni að halda gönguleiðum greiðfærum. Klakinn er ekkert að hverfa við þetta hitastig,“ segir Sigurður Geirsson stjórnandi dráttavéladeildar Reykjavíkurborgar og hann gerir ráð fyrir að vera á ferðinni með allan sinn mannskap inn í helgina og áfram næstu viku.