Eftirlit lögreglu á reiðhjólum

Hávarður Tryggvason „Ísfirðingur“ leggur af stað þann 22. júní upp í hjólreiðaferð um Vestfirði til styrktar Grensásdeild. Farinn verður rangsælis hringur um þjóðvegi „neðri kjálka“ Vestfjarða , alls tæplega 700 km vegalengd og um 5000 metrar í hækkanir.
Hjólreiðanefnd ÍSÍ valdi landsliðið sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum, sem fram fer 30. maí til 4. júní. Formlegt landslið var síðast sent út til keppni á Smáþjóðaleikana 2005 og þá náðist ágætur árangur. Ætlunin er að gera mun betur núna enda er liðið skipað hjólreiðafólki sem hefur lagt mikið á sig við æfingar í vetur og reyndar í mörg ár.
Sex knáar konur sem kalla sig Brellurnar ætla að leggja upp frá Patreksfirði á sjómannadaginn og hjóla rangsælis um Vestfirði til ágóða fyrir blinda stallsystur sína. Leiðin er um 640 kílómetra löng.
Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) óttast að innanríkisráðherra kunni „að setja á hjálmaskyldu fyrir fullorðna og jafnvel einnig skylda þá til að klæðast endurskinsfatnaði en hann færi heimild til þess skv. nýju frumvarpi til umferðarlaga.
Landssamtökin benda m.a. á að þar sem hjálmaskylda hafi verið tekin upp hafi hjólreiðamönnum fækkað og hjólreiðamönnum sé ekki meiri hætta búin af höfuðáverkum en öðrum vegfarendum.
Af högum hjólreiðamanna, heitir lokaverkefni frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands frá árinu 2010. Höfundurinn er Davíð Arnar Stefánsson. Ritgerðina má finna á Skemmunni en Skemman er rafrænt gagnasafn með lokaritgerðir.
Hjólað í skólann : rannsókn á reiðhjólanotkun framhaldsskólanema og viðhorfi þeirra til hjólreiða, heitir lokaverkefni frá Menntasviði Háskóla Íslands frá árinu 2009. Höfundurinn er Bjarney Gunnarsdóttir.