
Rúmlega 200.000 reiðhjól flutt inn á síðustu tíu árum
- Reiðhjólaverslunum fjölgar á höfuðborgarsvæðinu
- Helmingi færri fólksbílar
Á árunum 2002 til 2011 voru flutt inn ríflega 206.000 reiðhjól til landsins. Þótt sala á reiðhjólum hafi dalað í kjölfar hrunsins eru enn að bætast við hjólreiðaverslanir og -verkstæði á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Þessa dagana taka reiðhjólaverslanir við nýjum hjólasendingum og ljóst að þeir sem ætla að kaupa sér hjól hafa úr mikilli flóru að velja.