Íslenskar fréttir og greinar úr ýmsum áttum.

Flokkur: Íslenskt

Rúmlega 200.000 reiðhjól flutt inn á síðustu tíu árum

  • Reiðhjólaverslunum fjölgar á höfuðborgarsvæðinu
  • Helmingi færri fólksbílar

Á árunum 2002 til 2011 voru flutt inn ríflega 206.000 reiðhjól til landsins. Þótt sala á reiðhjólum hafi dalað í kjölfar hrunsins eru enn að bætast við hjólreiðaverslanir og -verkstæði á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Þessa dagana taka reiðhjólaverslanir við nýjum hjólasendingum og ljóst að þeir sem ætla að kaupa sér hjól hafa úr mikilli flóru að velja.

Flokkur: Íslenskt

Hjólastígur umhverfis Mývatn

VSÓ Ráðgjöf hefur tekið saman tillögu um samfellda hjólaleið umhverfis Mývatn.  Hjólaleiðin á að opna á möguleika hjólreiðafólks til að upplifa og ferðast um landslag og náttúru Mývatnssveitar út frá forsendum vistvænna samgangna og um leið að stuðla að öruggari umferð á þjóðvegum innan sveitarinnar.

Flokkur: Íslenskt

Umhverfisvænn ferðamáti

Í október 2010 samþykkti ríkisstjórn Íslands aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Sú áætlun er hugsuð sem trúverðug leið til að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Í henni kemur fram að ráðgert sé að Ísland dragi úr losun slíkra lofttegunda um 50-75 prósent til ársins 2050. Áætlunin inniheldur tíu lykilaðgerðir sem setja á í forgang til að mæta markmiðum íslenskra stjórnvalda í þessum efnum og alþjóðlegum skuldbindingum til ársins 2020. Ein af þeim aðgerðum inniheldur meðal annars eflingu hjólreiða í íslenskum samgöngum. Þar er mælt með fjárfestingu í hjólreiðastígum, en sú fjárfesting er talin borga sig með sparnaði í eldsneytiskostnaði. Stígagerð er þó ekki eina tillagan, heldur telja höfundar áætlunarinnar einnig nauðsynlegt að stuðlað sé að átaki til að efla hjólreiðar, þar sem aukin fræðsla og lægri umferðarhraði í ákveðnum götum eru höfð að leiðarljósi.

Flokkur: Íslenskt

Hjólaleiðir á höfuðborgarsvæðinu

Lénið Hjólavefsjá.is hefur legið niðri undanfarnar vikur og óvíst hvort það verði virkjað aftur en hægt er að nálgast sömu upplýsingar á vefnum http://ridethecity.com/iceland. enda vísaði lénið bara þangað.

Reykjavik.is/hjolavefsja vísar einnig á sama stað.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa einnig gefið út kort af hjólaleiðum í tengslum við samgönguviku á hverju ári undanfarin ár.

Flokkur: Íslenskt

Bann án viðurlaga á Suðurgötu

Suðurgata -mbl.is„Þetta er vilji borgarinnar að þarna sé sett einstefna og lögreglustjórinn þarf svo að samþykkja það,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrir nokkrum mánuðum setti Reykjavíkurborg upp einstefnumerki á Suðurgötu við gamla kirkjugarðinn í Reykjavík. Geir Jón segir borgina hafa farið út í þá aðgerð án þess að fyrir lægi samþykki lögreglustjóra.

Flokkur: Íslenskt

Hjólreiðamenn vilja ekki hjálmaskyldu

„Reiðhjól eru öruggasta faratæki sem völ er á í borgarumferð á Íslandi,“ segir Páll Guðjónsson sem situr í laganefnd Landsamtaka hjólreiðarmanna. „Hér á landi hefur hjólreiðarmaður ekki látist í umferðinni í tólf ár. Þrátt fyrir það er sífellt verið að senda þau skilaboð að hjólreiðar séu hættulegar,“ segir Páll.

Flokkur: Íslenskt

Reiðhjólalöggur tóku Vespu-mann úr umferð

visir-logo-sqTveir lögreglumenn á reiðhjólum tóku ökumann vespu-bifhjóls úr umferð á Akureyri í nótt þar sem hann reyndist undir áhrifum áfengis. Þetta gerðist á Mýrarvegi við Kaupvang og var Vespumaðurinn sviftur ökuréttindum til bráðabirgða.

Lögreglumenn á Akureyri eru farnir að nota reiðhjól til eftirlits að næturlagi, enda heyra lögreglumenn þá betur til innbrotsþjófa, og þjófarnir heyra ekki lögregluna nálgast.

Flokkur: Íslenskt

Brunað niður Skálafell á hjóli

frettabladid-110719aSkálafell Bike Park opnaði formlega um síðustu helgi. Þar er að finna tvær hjólreiðabrautir í 220 metra fallhæð. Þangað er farið með stólalyftu en markmiðið er að nýta betur þjónustu skíðasvæðisins yfir sumartímann. Opið er frá 12 til 16 allar helgar.