Sesselja Traustadóttir var í viðtali í þættinum Sirrý á sunnudagsmorgnum. Hlustið endilega á það.
Umferð um hjóla- og göngustíga á höfuðborgarsvæðinu hefur þyngst til mikilla muna undanfarna daga, ekki síst fyrir tilstilli átaksins Hjólað í vinnuna. Eftir því sem næst verður komist hefur umferðin gengið að mestu stóráfallalaust þrátt fyrir að hjólafólki sem ferðast oft á 30-40 km hraða sé víðast ætlað að fara um sömu stíga og gangandi vegfarendum. Mörgum hefur þó eflaust reynst erfitt að átta sig á því hvaða umferðarreglur gilda á stígunum.
Óhætt er að mæla með nýjasta eintaki Hjólhestsins, tímarits Fjallahjólaklúbbins, sem kom út á netinu í byrjun mánaðarins. Flestar greinar í blaðinu eru miðaðar við fólk sem er að byrja að nota hjól sem samgöngutæki eða er tiltölulega stutt á veg komið í þeirri vegferð. Sérstaklega má benda á grein um samgönguhjólreiðar sem fjallar um hvernig best er að hjóla úti í umferðinni, þ.e. á akbrautum en ekki á göngustígum.
Hjólað í vinnuna var ræst í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í morgun að viðstöddu fjölmenni. Hafsteinn Pálsson, formaður almenningsíþróttasviðs ÍSÍ bauð gesti velkomna en ávörp fluttu Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra og Kristján Möller, samgönguráðherra.
Reiðhjól er það ökutæki sem hvað flestir eru gerðir ábyrgir fyrir, en samt er lítið gert af því að kenna fólki að umgangast hjólið. Þetta segir Sesselja Traustadóttir, sem kennt hefur nemendum í Álftamýrarskóla og Fossvogsskóla hjólafærni.
»Við byrjum á að kenna það sem ég kalla líffærafræði reiðhjólsins - hvað eru teinar, ventlar, gjörðin og svo framvegis. Síðan förum við yfir hjólastellið, fatnaðinn og stillum hjálmana.« Um 85% barna séu með illa stilltan hjálm sem geri í raun meira ógagn en gagn. »Bönd og festingar eru oft lélegar og þó hjálmurinn hafi verið stilltur að morgni hefur hann oft aflagast að kveldi.«
Á Facebook sást orðróm um frábærar fréttir fyrir hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu.
Page 12 of 15