Fleiri hjóla en áður í vinnu og skóla

rvk-hjolFærri nota nú einkabílinn til að fara til og frá vinnu og færri grunnskólabörn eru keyrð í skólann en árin 2009 og 2008. Reiðhjól eru aftur á móti á uppleið. Þetta kemur fram í árlegri ferðavenjukönnun sem Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar lætur gera.

Spurningarnar voru lagðar fyrir í Capacent Gallup könnun mánaðamótin október - nóvember og hljómuðu svo: „Með hvaða hætti fór barnið þitt/börnin þín í grunnskólann í morgun?“ og „Með hvaða hætti ferðast þú að jafnaði til vinnu eða skóla á morgnana?“

Árið 2009 voru 29% grunnskólabarna í Reykjavík keyrð í skólann en 26% árið 2010. 34% barna í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru keyrð í skólann. Færri reykvísk börn ganga í skólann eða 65% árið 2010 í samanburði við 67% árið 2009 en hins vegar fjölgar börnum sem hjóla í skólann úr 6% í 9%. Hlutfall barna sem hjóla í skólann hækkar því fjórða árið í röð en færri börn en áður fara í strætó í skólann.

Ferðavenjur Reykvíkinga hafa breyst á þann veg að einkabíllinn er minna notaður en áður. Fleiri ferðast á hjóli eða í strætó nú en gert var árið 2009, sérstaklega í efri byggðum borgarinnar. Færri fara á bíl sem bílstjórar til vinnu eða í skóla árið 2010 heldur en 2009 eða 65% nú en voru 67% árið 2009 og 73% árið 2008. Í sömu könnun kemur fram 71% íbúa í nágrannasveitarfélögunum fara þessara erinda á einkabíl.

Fleiri hjóla til og frá vinnu en áður eða tæplega 5% en voru rúmlega 3% árið 2009. 9% fara með strætó í vinnu eða skóla sem er mikil aukning á milli ára og 4% í bíl sem farþegar. Notkun strætisvagna er meiri í efri byggðum Reykjavíkur en nær miðborginni. Fleiri fara til og frá vinnu fótgangandi í Vesturbæ og miðbænum heldur en þekkist í öðrum hverfum en að meðaltali ganga 11% til vinnu eða skóla

Sjá frétt á rvk.is og könnunina má lesa hér

 

 

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.