Umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna við frumvarp til umferðarlaga

Fulltrúar LHM eru ánægðir með nokkur meginstef í framkomnu frumvarpi en eru með nokkrar þungar athugasemdir við það. Athugasemdirnar eru settar fram hér að neðan í tveimur köflum, almenn umsögn um frumvarpið og athugasemdir við einstakar greinar þess.

Stjórn LHM óskar eftir því að fá að koma á fund Umhverfis- og samgöngunefndar til að gera nánari grein fyrir máli sinu og svara spurningum.  Hér er stutt upptalning á helstu punktum: 

* Það þarf skýra skilgreiningu á reiðhjólum, ekki  órökstudda skilgreining sem brýtur í bága við málvenju, þrátt fyrir orðaðan ásetning í greinargerð.

* Ekki ætti að að heimila umferð léttra bífhjóla (tegund I) á öllum gangstéttum. Það myndi gangi þvert gegn  stemningu í þjóðfélaginu, þar sem mörgum þýkir nógu mörg vandamál koma upp við að gangandi og fólk á reiðhjól samnýta stíga og gangstéttir.

* Ekki ætti að banna létt bífhjól (tegund I) á götum með 50 km hámarkshraða og yfir ( sjálfgefin hámarkshraði í þéttbýli ). Það væri mikill skerðing á ferðafrelsi og  brot á meðalhófsreglu. Þar að auki myndi hættan ekki hverfa,  heldur færast frá vegum yfir á gangstéttir, og koma niður á gangandi og hægfærari fólki á reiðhjólum, sér í lagi börnum, gamalmennumi og öðrum hópum sem eru viðkvæmir.

* Ekki ætti að banna létt bífhjól á öðrum vegum með hámarkshraða yfir 50 km/klst.  Það væri mikill skerðing á ferðafrelsi utan þéttbýlis og  brot á meðalhófsreglu.

Frumvarpið er sagt innihalda breytingar sem Íslandi er skylt að innleiða vegna EES samningsins,  eða mál sem brýnt þýkir að breyta.  Við getum engan vegin séð að þessi útskýring haldi fyrir ofangreind atriði, né að rök hafi verið færð fyrir þeim.


 

Umsögnin öll:

Umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna við frumvarpið Umferðarlög (EES-reglur) 102. mál. 144 löggjafarþing 2014-2015

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.