Stígur frá Litlaskógi að Brúarlandi í Mosfellsbæ

LHM kom að athugasemdum við hönnun stígs frá Litlaskógi að Brúarlandi í Mosfellsbæ í febrúar 2014. Stígurinn var lagður nú í sumar og tókst ágætlega til frá Litlaskógi að Langatanga en ekki eins vel frá Langatanga að Þverholti meðfram Bjarkarholti og Háholti.

Malbik sem var lagt í vetur í tengslum við framkvæmdir við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ var óslétt og er það skýringin á ósléttu malbiki framan við FMos. Eftir lagningu stígsins í júli 2014 sendi LHM bréf með athugasemdum við ýmis atriði sem höfðu ekki heppnast sem skyldi við lagningu stígsins. Í lok júlí voru síðan málaðir biðskylduþríhyrningar á hjólastíginn við innkeyrslur og gangbrautir. LHM kom þá að munnlegum athugasemdum við þessa biðskylduþríhyrninga og bentu á sambærilegt dæmi á Seltjarnarnesi. Seltjarnarnesbær ákvað í því tilviki að mála yfir biðskylduþríhyrningana.

Fulltrúar Mosfellsbæjar hafa lýst skilningi á sjónarmiðum LHM í viðræðum við fulltrúa samtakanna og í svarbréfi kemur fram að til standi að lagfæra hnökra á stígnum.


Athugasemdir LHM við hönnun stígs í febrúar 2014. 

Athugasemdir LHM við lagningu stígs í júlí 2014. Athugið ranglega er sagt að VSÓ hafi hannað stíg í Bjarkarholti/Háholti. Það mun hafa verið Landmótun.     

Athugasemdir LHM við Landmótun vegna biðskylduþríhyrninga.