Stígur frá Litlaskógi að Brúarlandi í Mosfellsbæ

Malbik sem var lagt í vetur í tengslum við framkvæmdir við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ var óslétt og er það skýringin á ósléttu malbiki framan við FMos. Eftir lagningu stígsins í júli 2014 sendi LHM bréf með athugasemdum við ýmis atriði sem höfðu ekki heppnast sem skyldi við lagningu stígsins. Í lok júlí voru síðan málaðir biðskylduþríhyrningar á hjólastíginn við innkeyrslur og gangbrautir. LHM kom þá að munnlegum athugasemdum við þessa biðskylduþríhyrninga og bentu á sambærilegt dæmi á Seltjarnarnesi. Seltjarnarnesbær ákvað í því tilviki að mála yfir biðskylduþríhyrningana.

Fulltrúar Mosfellsbæjar hafa lýst skilningi á sjónarmiðum LHM í viðræðum við fulltrúa samtakanna og í svarbréfi kemur fram að til standi að lagfæra hnökra á stígnum.


Athugasemdir LHM við hönnun stígs í febrúar 2014. 

Athugasemdir LHM við lagningu stígs í júlí 2014. Athugið ranglega er sagt að VSÓ hafi hannað stíg í Bjarkarholti/Háholti. Það mun hafa verið Landmótun.     

Athugasemdir LHM við Landmótun vegna biðskylduþríhyrninga.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.