Við vinnuna er nú, líkt og 2012, litið til leiðbeininga um hönnun fyrir reiðhjól í Hollandi, Noregi og Danmörku. Notendum leiðbeininganna og öðrum áhugsömum var gefinn kostur á að koma með ábendingar um það sem vantar eða má bæta í leiðbeiningunum frá 2012 við gerð nýrra leiðbeininga um hönnun fyrir reiðhjól.
Fulltrúar LHM sátu á samráðsfundi sem boðað var vegna gerð leiðbeininganna en markmið fundarins er að ræða með hvaða hætti best sé að sveitarfélögin nálgist framsetningu á leiðbeiningunum þannig að hægt sé að ná fram öruggum og samræmdum útfærslum án þess að vera í andstöðu við lög og reglugerðir. LHM gerðu í framhaldinu tillögur við endurskoðun leiðbeininnganna.
Leiðbeiningar Reykjavíkurborgar frá 2012.