Breyting á svæðisskipulagi Hbs. vegna Borgarlínu

Lögð var fram til kynningar hjá SSH tillaga vegna breytinga á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 ásamt umhverfisskýrslu sbr. 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Breytingin fólst í að marka legu samgöngu- og þróunarása fyrir Borgarlínu og að setja fram viðmið um uppbyggingu á áhrifasvæðum. LHM hafði áður gert umsögn um Borgarlínu sem vinnslutillögu vegna breytinga á svæðisskipulagi og aðalskipulagi. Umsagnarnefnd LHM skoðaði framlögð gögn á vefsíðu SSH og gerði meðfylgjandi umsögn um breytingu á svæðisskipulagi.

Umsögn LHM um vinnslutilögu vegna Borgarlínu Fyrri umsögn LHM um Borgarlínu, vinnslutillaga vegna breytinga á svæðisskipulagi og aðalskipulagi.

 Skipulagsferli Borgarlínu hjá SSH.

Umsögn LHM Umsögn LHM um Borgarlĺinu, breyting á svæðisskipulagi.


Hér að neðan eru svo innkomnar athugasemdir við svæðisskipulagsbreytinguna og viðbrögð við athugasemdum:

  Borgarlína Innkomnar athugasemdir og ábendingar við auglýsta tillögu að svæðisskipulagsbreytingu.

  Borgarlína Viðbrögð við athugasemdum og ábendingum við auglýsta tillögu að svæðisskipulagsbreytingu

 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.