Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Sex ráðherrar í ríkisstjórn Íslands skrifuðu undir viljayfirlýsingu um gerð áætlunarinnar en vinnan er leidd af forsætisráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 
 
Með áætluninni er stefnt að því að setja fram aðgerðir sem ætlað er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og auka bindingu koldíoxíðs úr andrúmslofti.
 
Sérstök verkefnisstjórn og sex faghópar vinna áætlunina, en við vinnu aðgerðaáætlunarinnar er áhersla lögð á samráð við haghafa og að sjónarmið og tillögur komi frá aðilum utan stjórnkerfisins. Í því augnmiði er starfandi samráðsvettvangur þar sem eiga sæti fulltrúar haghafa og flokka í minnihluta á Alþingi en auk þess er almenningur hvattur til að senda inn hugmyndir og tillögur að aðgerðum í gegn um netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 
Tillögur LHM til verkefnisstjórnarinnar voru unnar árið 2010 en flest á það vel við ennþá.
 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.