Endurbætur á Hafnarfjarðarvegi frá Vífilstaðavegi að Lyngási

"Endurbæturnar" hafa það að markmiði að bæta umferðarflæði inn á Hafnarfjarðarveg úr byggð í Garðabæ, auka umferðaröryggi bæði akandi og gangandi vegfarenda og liðka fyrir almenningssamgöngum á álagstíma.

Í umsögn LHM kemur m.a. fram tillaga um að bæta við fjórða markmiðinu með framkvæmdunum, sem er að greiða leið gangandi og hjólandi um svæðið. Þá leggur LHM til sem valkost við eða með framkvæmdunum, að það verði skoðað og metið hverjar ferðavenjur eru á þessum stað í Garðabæ og hvaða aðrar aðgerðir gætu skilað breyttum ferðavenjum og náð þannig markmiði um að bæta umferðarflæði og auka umferðaröryggi.

Athugasemdir LHM snúa síðan að annarsvegar þverunum fyrir gangandi og hjólandi yfir Vífilstaðaveg og Lyngás og hinsvegar að því að stígar séu greiðir og uppfylli "Leiðbeiningar um hönnun fyrir reiðhjól" sem EFLA gerði fyrir Reykjavíkurborg.

Forkynning á endurbótum á Hafnarfjarðarvegi frá Vífilsstaðavegi að Lyngási.

Yfirlitsmynd af endurbótum.

Umsögn LHM um forkynninguna.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.