Suðurlandsvegur gegnum Hellu - kynning deiliskipulagstillögu

Umsögn LHM.

Rangárþing ytra: https://skipulagsgatt.is/issues/150 

Landssamtök hjólreiðamanna hafa skoðað deiliskipulagstillöguna og lýsa yfir ánægju með hana. Það virðist þó hafa gleymst að gera ráð fyrir gangandi og hjólandi vegfarendum á brúnni yfir Rangá en hún er á deiliskipulagsreit Suðurlandsvegar gegnum Hellu. 

Landssamtökin leggja til að gert verði ráð fyrir sérstakri göngu og hjólaleið um brúnna yfir Rangá í deiliskipulagstillögunni. Sú leið gæti t.d. legið um sérstaka brú samsíða núverandi brú eða um núverandi brú ef byggð er við hana stígur fyrir gangandi og hjólandi. 

Gerð slíkrar leiðar er í samræmi við núverandi aðalskipulag Rangárþings ytra og því augljóst hún ætti að vera sýnd á deiliskipulaginu.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.