Rangárþing ytra: https://skipulagsgatt.is/issues/150
Landssamtök hjólreiðamanna hafa skoðað deiliskipulagstillöguna og lýsa yfir ánægju með hana. Það virðist þó hafa gleymst að gera ráð fyrir gangandi og hjólandi vegfarendum á brúnni yfir Rangá en hún er á deiliskipulagsreit Suðurlandsvegar gegnum Hellu.
Landssamtökin leggja til að gert verði ráð fyrir sérstakri göngu og hjólaleið um brúnna yfir Rangá í deiliskipulagstillögunni. Sú leið gæti t.d. legið um sérstaka brú samsíða núverandi brú eða um núverandi brú ef byggð er við hana stígur fyrir gangandi og hjólandi.
Gerð slíkrar leiðar er í samræmi við núverandi aðalskipulag Rangárþings ytra og því augljóst hún ætti að vera sýnd á deiliskipulaginu.