Umsögn LHM um tillögur í öryggisátt frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa

Innanríkisráðuneytið (Samgönguráðuneytið í dag) óskaði eftir umsögn LHM um tillögur í öryggisátt frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA), sem koma til vegna rannsóknar á banaslysi sem varð í umferðinni þann 21. desember 2015 þegar ekið var aftan á mann á reiðhjóli á Vesturlandsvegi.

Tillaga RNSA felst í því að ráðuneytið skoði hvort banna eigi hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem umferðarþungi og hraði er mikill.

Þegar skýrsla RNSA var gefin út skoðaði stjórn LHM hana nákvæmlega og birti greinargerð á heimasíðu LHM og fékk fulltrúa RNSA á fund stjórnar LHM til samtals.

Niðurstaða greinargerðar var að LHM leggst alfarið gegn altæku banni við hjólreiðum á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem umferðarþungi og hraði er mikill og er sú niðurstaða rökstudd í greinargerðinni. Það er líka niðurstaða umsagnar LHM sem koma fram í bréfi til Samgönguráðuneytisins.

Bréf ráðuneytisins.

Umsögn LHM.

Greinargerð LHM.