Tillaga RNSA felst í því að ráðuneytið skoði hvort banna eigi hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem umferðarþungi og hraði er mikill.
Þegar skýrsla RNSA var gefin út skoðaði stjórn LHM hana nákvæmlega og birti greinargerð á heimasíðu LHM og fékk fulltrúa RNSA á fund stjórnar LHM til samtals.
Niðurstaða greinargerðar var að LHM leggst alfarið gegn altæku banni við hjólreiðum á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem umferðarþungi og hraði er mikill og er sú niðurstaða rökstudd í greinargerðinni. Það er líka niðurstaða umsagnar LHM sem koma fram í bréfi til Samgönguráðuneytisins.