Ennfremur hefur umsagnarnefndin skoðað vinnslutillögur vegna breytingar á aðalskipulagi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu vegna afmörkunar samgöngu- og þróunaráss höfuðborgarsvæðisins. Vinnslutillögurnar felast í að staðsetja legu Borgarlínu, helstu stöðva og skilgreina heimildir til uppbygginga á áhrifasvæðum. Það er : Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030, Aðalskipulags Seltjarnarnesbæjar 2015-2033, Aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030, Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024, Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 og Aðalskipulags Garðabæjar 2004-2016.
Gögn:
Vinnslutillögur voru aðgengilegar á eftirfarandi stöðum:
• Skrifstofu SSH, Hamraborg 9, 200 Kópavogi og á heimasíðunni Greinagerðar vinnslutillögu á svæðisskipulagssíðu SSH
• Bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ og á heimasíðunni www.gardabaer.is
• Ráðhúsi Hafnarfjarðar, Strandgöta 6, 220 Hafnarfjörður, og á heimasíðunni www.hafnarfjordur.is
• Skrifstofu Kópavogsbæjar, Fannborg 2, 200 Kópavogur, og á heimasíðunni www.kopavogur.is
• Bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ og á heimasíðunni www.mosfellsbaer.is
• Þjónustuveri Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík og á heimasíðunni www.reykjavik.is
• Bæjarskrifstofu Seltjarnarness, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes og á heimasíðunni www.seltjarnarnes.is
• Skrifstofu Kjósarhrepps, Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ og á heimasíðunni www.kjos.is
Umsögn LHM
Umsögn LHM um vinnslutillöguna er hér: Umsögn um vinnslutillögu.