Matsáætlun í kynningu: Gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar og leið Borgarlínu á milli Stekkjarbakka og Vogabyggðar:
LHM vilja minna á að samkvæmt grunnþversniði Borgarlínu eiga að vera göngu og hjólastígar samsíða Borgarlínu. Ef þessi hluti Borgarlínu býður ekki upp á að hafa göngu- og hjólastíga samsíða Borgarlínu vegna t.d. umferðarhávaða, mengunar eða umferðar@ hjólastígum eftir sama ási sem eru af fullkomnum gæðum og bjóða upp á beinar, greiðar og öruggar göngu- og hjólaleiðir.
LHM vilja jafnframt benda á að mislæg slaufugatnamót Reykjanesbrautar, Miklubrautar, Vesturlandsvegar og Sæbrautar eru mikill farartálmi fyrir alla virka vegfarendur í borginni. Reynt hefur verið að skapa leiðir austur-vestur og norður-suður í kringum gatnamótin en þær leiðir eru oft í raun lykkja á leið virkra vegfarenda. Lykkjur sem lagðar eru á leið virkra vegfarenda eru líklegar til að draga úr hlutfalli virkra ferðamáta í ferðavenjum. Æskilegt er að til verði beinar, greiðar og öruggar leiðir gangandi og hjólandi í gegnum þessi gatnamót. Leið Borgarlínu í gegnum gatnamótin gæti orðið eins slík leið norður-suður.
LHM vilja minna á að nauðsynlegt er að bjóða upp á beinar, greiðar og öruggar hjáleiðir fram hjá framkvæmdasvæðinu ef framkvæmdir skerða núverandi stíga gangandi og hjólandi á framkvæmdatíma.
LHM fer fram á að tekið verði tillit til þessara atriða í umhverfismati fyrirhugaðra framkvæmda.