Gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar og leið Borgarlínu á milli Stekkjarbakka og Vogabyggðar

Umsögn LHM

Matsáætlun í kynningu: Gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar og leið Borgarlínu á milli Stekkjarbakka og Vogabyggðar:

https://www.skipulag.is/skipulagsstofnun/mal-i-kynningu/safn/gatnamot-reykjanesbrautar-og-bustadavegar-og-leid-borgarlinu-a-milli-stekkjarbakka-og-vogabyggdar

LHM vilja minna á að samkvæmt grunnþversniði Borgarlínu eiga að vera göngu og hjólastígar samsíða Borgarlínu. Ef þessi hluti Borgarlínu býður ekki upp á að hafa göngu- og hjólastíga samsíða Borgarlínu vegna t.d. umferðarhávaða, mengunar eða umferðar@ hjólastígum eftir sama ási sem eru af fullkomnum gæðum og bjóða upp á beinar, greiðar og öruggar göngu- og hjólaleiðir.

LHM vilja jafnframt benda á að mislæg slaufugatnamót Reykjanesbrautar, Miklubrautar, Vesturlandsvegar og Sæbrautar eru mikill farartálmi fyrir alla virka vegfarendur í borginni. Reynt hefur verið að skapa leiðir austur-vestur og norður-suður í kringum gatnamótin en þær leiðir eru oft í raun lykkja á leið virkra vegfarenda. Lykkjur sem lagðar eru á leið virkra vegfarenda eru líklegar til að draga úr hlutfalli virkra ferðamáta í ferðavenjum. Æskilegt er að til verði beinar, greiðar og öruggar leiðir gangandi og hjólandi í gegnum þessi gatnamót. Leið Borgarlínu í gegnum gatnamótin gæti orðið eins slík leið norður-suður.

LHM vilja minna á að nauðsynlegt er að bjóða upp á beinar, greiðar og öruggar hjáleiðir fram hjá framkvæmdasvæðinu ef framkvæmdir skerða núverandi stíga gangandi og hjólandi á framkvæmdatíma. 

LHM fer fram á að tekið verði tillit til þessara atriða í umhverfismati fyrirhugaðra framkvæmda.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.