Hjóla- og göngustígur yfir Elliðárdal - Umsögn LHM

Lógo ReykjavíkurÍ umsögn LHM er lýst yfir ánægju með framkomnar tillögur því lega stígsins samræmist tillögum LHM um stofnstígakerfi höfuðborgarsvæðisins. Leiðin yfir Elliðaárnar á þessum stað er þar hluti af stígum um Elliðárdalinn sem liggja áfram upp eftir Rafstöðvarvegi og upp í Ártún, Árbæ, Selás og Norðlingaholt.

Athugasemdir LHM sneru eingöngu að hönnun stígsins og notkun hringtorga og áningarstaða. Notkun hringtorga var rædd nokkuð og reynt að finna dæmi um notkun þeirra og útfærslur erlendis. Einnig var bent á mögulegar tengingar í kringum þennan stíg. Skoða má umsögnina í bréfi samtakanna.

Upplýsingar um afgreiðslu Reykjavíkurborgar á umsögn LHM hafa ekki borist.

Bréf Reykjavíkurborgar.

Uppdrættir:

Umsögn LHM.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.